Innlent

Gripinn við að míga á löggubíl

Ölvaður karlmaður á miðjum aldri tók sig til og fór að spræna á mannlausan lögreglubíl í miðborginni í nótt, þar sem lögreglumennirnir höfðu brugðið sér frá til að sinna verkefni.

Þegar þá bar að kom mikið fát á manninn, sem tók til fótana án þess að vera búinn, en reyndi þó að renna upp klaufinni. Þetta var orðið of mikið klúður í einu, sem auðvitað leiddi til þess að hann datt kylli flatur í götuna og mátti þiggja aðstoð lögreglumanna við að komast á fætur.

Hann verður sektaður fyrir bort á lögreglusamþykktinni, sem líður ekki svona tiltæki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×