Kennarar taki þátt í prófkjörunum Valgerður Eiríksdóttir skrifar 21. janúar 2010 12:24 Erindi mitt er að hvetja kennara hvar í flokki sem þeir standa til að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þar er okkur gefinn kostur á að raða frambjóðendum á listana, og hafa með því áhrif á hvaða fólk kemur að því að stjórna í viðkomandi sveitafélagi. Í þetta sinn fara kosningarnar fram á tímum mikils niðurskurðar í öllum geirum hins opinbera og skólakerfið mun ekki fara varhluta af því. Hér verður ekki spurt um hvort skera þurfi niður heldur hvað á að skera. Það skiptir því gífurlegu máli hvernig niðurskurðarhnífnum verður beitt og hverjir halda á honum. Frambjóðendur eru nú í óðaönn að kynna sig og þau málefni sem þeir hyggjast leggja áherslu á. Sumir helga sig skipulagsmálum, aðrir samgöngumálum og enn aðrir uppeldis- og menntamálum. Menntamálin eru stærsti útgjaldaliður hvers sveitarfélags og jafnframt sá mikilvægasti. Það hlýtur því að skipta kennara og nemendur mjög miklu máli hverjir fara með þennan málaflokk og hversu öflugir talsmenn þeir eru fyrir hann. Ég hvet ykkur til að líta yfir listana og leita eftir því fólki sem vill vinna að því að uppeldis-og menntamál verði varin eins og kostur er þegar skorið verður niður. Ég ætla að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og forgangsraða á listann eftir því hverjir setja þennan málaflokk í forgang. Ég ætla að styðja Oddnýju Sturludóttur í 2. sætið eins og hún biður um. Oddný hefur sýnt að hún er verðugur fulltrúi menntamála í borginni og gegndi formennsku í menntaráði Reykjavíkurborgar á meðan 100 daga meirihlutinn var við völd. Á því tímabili fór hún m.a. til fundar við trúnaðarmenn í grunnskólum borgarinnar og hlustaði á hvað þeir höfðu að segja um mál sem varða skólasamfélagið. Oddný ætlar að halda áfram að vinna að uppeldis og menntamálum í borginni og leggja sig fram við að verja þau áföllum. Látum nú ekki Icesave umræðuna draga úr okkur allan mátt og byrgja okkur sýn. Hafi einhverntíma verið ástæða fyrir fagfólk að beita áhrifamætti sínum þá er það við þessar aðstæður. Verum virkir þátttakendur. Valgerður Eiríksdóttir kennari við Fellaskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Erindi mitt er að hvetja kennara hvar í flokki sem þeir standa til að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þar er okkur gefinn kostur á að raða frambjóðendum á listana, og hafa með því áhrif á hvaða fólk kemur að því að stjórna í viðkomandi sveitafélagi. Í þetta sinn fara kosningarnar fram á tímum mikils niðurskurðar í öllum geirum hins opinbera og skólakerfið mun ekki fara varhluta af því. Hér verður ekki spurt um hvort skera þurfi niður heldur hvað á að skera. Það skiptir því gífurlegu máli hvernig niðurskurðarhnífnum verður beitt og hverjir halda á honum. Frambjóðendur eru nú í óðaönn að kynna sig og þau málefni sem þeir hyggjast leggja áherslu á. Sumir helga sig skipulagsmálum, aðrir samgöngumálum og enn aðrir uppeldis- og menntamálum. Menntamálin eru stærsti útgjaldaliður hvers sveitarfélags og jafnframt sá mikilvægasti. Það hlýtur því að skipta kennara og nemendur mjög miklu máli hverjir fara með þennan málaflokk og hversu öflugir talsmenn þeir eru fyrir hann. Ég hvet ykkur til að líta yfir listana og leita eftir því fólki sem vill vinna að því að uppeldis-og menntamál verði varin eins og kostur er þegar skorið verður niður. Ég ætla að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og forgangsraða á listann eftir því hverjir setja þennan málaflokk í forgang. Ég ætla að styðja Oddnýju Sturludóttur í 2. sætið eins og hún biður um. Oddný hefur sýnt að hún er verðugur fulltrúi menntamála í borginni og gegndi formennsku í menntaráði Reykjavíkurborgar á meðan 100 daga meirihlutinn var við völd. Á því tímabili fór hún m.a. til fundar við trúnaðarmenn í grunnskólum borgarinnar og hlustaði á hvað þeir höfðu að segja um mál sem varða skólasamfélagið. Oddný ætlar að halda áfram að vinna að uppeldis og menntamálum í borginni og leggja sig fram við að verja þau áföllum. Látum nú ekki Icesave umræðuna draga úr okkur allan mátt og byrgja okkur sýn. Hafi einhverntíma verið ástæða fyrir fagfólk að beita áhrifamætti sínum þá er það við þessar aðstæður. Verum virkir þátttakendur. Valgerður Eiríksdóttir kennari við Fellaskóla í Reykjavík.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun