Söng óvæntan dúett með Tom Jones í Los Angeles 23. júní 2010 13:00 Anna Mjöll og Tom Jones syngja lagið When I Fall in Love. Á milli þeirra er stjarfur undirleikari. „Tom var æðislegur. Það varð allt vitlaust,“ segir söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir. Anna Mjöll kom fram á tónleikastaðnum Vibrato í Bel Air í Los Angeles á mánudagskvöld. Stórsöngvarinn Tom Jones var á meðal áhorfenda og Anna bauð honum að sjálfsögðu upp á svið. Tom, sem varð sjötugur 7. júní, þáði boðið og þau sungu saman lagið When I Fall in Love, sem hefur verið tekið upp af fjölmörgum listamönnum. Þar á meðal Tom sjálfum, Doris Day og Nat King Cole. Anna segir Jones hafa verið á staðnum ásamt systur sinni, en saman voru þau að halda upp á feðradaginn. Hún var ekki viss um hvort hann myndi slá til, en segir að hún hafi hreinlega þurft að athuga það. „Þegar maður er með Tom Jones sitjandi fyrir framan sig, þá á hann að hætta að borða og koma upp á svið. Skítt með þótt hann sé svangur! Hann getur borðað seinna,“ segir Anna og hlær. „Hann kom svo bara upp með glasið sitt.“ Jones söng þrjú lög til viðbótar við það sem hann söng með Önnu og samkvæmt henni trúðu áhorfendur vart sínum eigin augum. Þá voru meðlimir hljómsveitarinnar stjarfir, enda með lifandi goðsögn fyrir framan sig. Anna segir Jones hafa verið gríðarlega fagmannlegan, enda hafi hann stigið algjörlega óundirbúinn á svið og staðið sig með mikilli prýði. „Svo var hann ofboðslega almennilegur og góður,“ segir Anna. Eins og gefur að skilja vildu fjölmargir áhorfendur fá mynd af sér með goðinu. Hann var til í það og sendi áhorfendur hamingjusama heim. „Það reyndu allir að halda aftur af sér, en hann var voða kurteis við alla á meðan myndirnar voru teknar,“ segir Anna. „Svo var hann lengur en allir. Þegar allir voru farnir sat hann heillengi með okkur.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
„Tom var æðislegur. Það varð allt vitlaust,“ segir söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir. Anna Mjöll kom fram á tónleikastaðnum Vibrato í Bel Air í Los Angeles á mánudagskvöld. Stórsöngvarinn Tom Jones var á meðal áhorfenda og Anna bauð honum að sjálfsögðu upp á svið. Tom, sem varð sjötugur 7. júní, þáði boðið og þau sungu saman lagið When I Fall in Love, sem hefur verið tekið upp af fjölmörgum listamönnum. Þar á meðal Tom sjálfum, Doris Day og Nat King Cole. Anna segir Jones hafa verið á staðnum ásamt systur sinni, en saman voru þau að halda upp á feðradaginn. Hún var ekki viss um hvort hann myndi slá til, en segir að hún hafi hreinlega þurft að athuga það. „Þegar maður er með Tom Jones sitjandi fyrir framan sig, þá á hann að hætta að borða og koma upp á svið. Skítt með þótt hann sé svangur! Hann getur borðað seinna,“ segir Anna og hlær. „Hann kom svo bara upp með glasið sitt.“ Jones söng þrjú lög til viðbótar við það sem hann söng með Önnu og samkvæmt henni trúðu áhorfendur vart sínum eigin augum. Þá voru meðlimir hljómsveitarinnar stjarfir, enda með lifandi goðsögn fyrir framan sig. Anna segir Jones hafa verið gríðarlega fagmannlegan, enda hafi hann stigið algjörlega óundirbúinn á svið og staðið sig með mikilli prýði. „Svo var hann ofboðslega almennilegur og góður,“ segir Anna. Eins og gefur að skilja vildu fjölmargir áhorfendur fá mynd af sér með goðinu. Hann var til í það og sendi áhorfendur hamingjusama heim. „Það reyndu allir að halda aftur af sér, en hann var voða kurteis við alla á meðan myndirnar voru teknar,“ segir Anna. „Svo var hann lengur en allir. Þegar allir voru farnir sat hann heillengi með okkur.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira