Siðlaus samningur ríkis og kirkju Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslendinga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfélaga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóðkirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum sköttum. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofnunarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa. Kaþólskari en páfinnÞað sem gerir þjóðkirkjustofnunina svo sérsaka er að starfsmenn hennar telja sig hina einu og sér-útvöldu erfingja Krists og alls kirkjusögulegs arfs allra annarra landsmanna í þúsund ár. Slík kröfugerð er ekki beint hógvær. Né heldur kristileg, siðleg eða lútersk. En þjóðkirkjustofnunin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Né heldur það að milljarðaarfurinn myndaðist í tíð annars trúfélags. Kirkjujarðirnar þ.e.a.s. arfurinn myndaðist í tíð kaþólskrar kirkju þegar trúarnauðung ríkti á landinu og því er arfurinn í raun allra landsmanna jafnt þeirra sem í dag standa utan trúfélaga sem innan. Í dag gerir kaþólska kirkjan ekki tilkall til arfsins og því er þjóðkirkjustofnunin hér orðin kaþólskari en páfinn í sínum kirkjuskilningi. Það sem máli skiptir fyrir biskupsstofu var að stofnunin náði milljarða samningi við ríkið um þessi mál, fyrir um 13 árum þegar allt átti að einkavæða. Samningurinn var mörg ár í undirbúningi milli ráðuneytisins og biskupsstofu. Þar var hvíslast á til að íslenskur almenningur flækti ekki málið og látið var sem önnur kristin trúfélög sem nú telja tugi þúsunda meðlima, væru ekki til. Samningurinn er í anda miðalda þar sem trúfrelsi þekktist ekki. Hann er byggður á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þjóðkirkjustofnunin lúterska virðist hafa tileinkað sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunarvæðingu miðaldakirkjunnar sem hún var upphaflega kölluð til að mótmæla og siðbæta. StofnunarhagsmunirTilgangur samningsins var ekki sá að viðhalda kristnum sið eða trúarlífi. Tilgangurinn var tryggja ákveðinni embættismannastofnun og starfsmönnum hennar áframhaldandi forréttindi um ókomin ár. Viðhald ríkisstofnana og forréttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristninnar. Nú þegar þjóðkirkjustofnunin er sjálf búin að koma sér í öngstræti þá kemur rétta stofnunareðlið fram. Hvort sem það eru kynferðisafbrotin, þöggunin, yfirhylmingar eða forréttinda aðgengi stofnunarinnar að íslenskum uppeldis- og menntastofnunum, allt hefur það með stofnunar- og sérhagsmunavörslu að gera. Þjóðkirkjustofnunin gerir ekki greinarmun á sjálfri sér og sjálfum Jesú Kristi frekar en kaþólska miðaldastofnunin gerði. Það er dapurlegt að horfa upp á það þessa dagana hvernig gengið er freklega á trúverðugleika Krists og kristni í þeim eina tilgangi að verja löngu úrelta stofnunarumgjörð og embættishagsmuni. Hæðst að trúfélagafrelsiStarfsmenn stofnunarinnar segja að fyllilega sé nú greint á milli ríkis og kirkju! Jú – hér hefur milljarðafé verið fært á milli stofnana, frá ráðuneyti upp á Biskupsstofu, skilgreiningum hagrætt og auglýsingaskiltum breytt eins og hjá bönkunum. En sá veruleiki sem blasir við er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúarfélag ríkisins“ heilu milljarðana af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flest allir hafa verið settir inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Almennt er það skírn eða persónuleg trúarafstaða sem gerir menn að meðlimum trúarsamfélaga en það á ekki við um þjóðkirkjuna. Kannanir hafa sýnt að einungis lítill hluti fólks taki undir trúarlegar kenningar stofnunarinnar. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hefur verið fært frá söfnuðunum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar samkvæmt Lúter. Kristnihátíðin árið 2000 staðfesti að þjóðkirkjan er tímaskekkja. Það milljarða klúður mátti lengi ekki ræða á opinberum vettvangi. Upphaflega átti kristniháðið að vera hátíð kristni á Íslandi en þjóðkirkjan breytti henni í sína eigin hátíð og algert hrun varð í þátttöku þjóðar þrátt fyrir einstaklega jákvæð ytri skilyrði, bæði Guðs og manna. Allt tal biskupsstofu um að þjóðkirkjustofnunin hafi skyldum að gegna umfram önnur trúfélög er ómerkilegur tilbúningur. Allstaðar í hinum kristna heimi þrífst kristni best án afskipta ríkiskirkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslendinga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfélaga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóðkirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum sköttum. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofnunarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa. Kaþólskari en páfinnÞað sem gerir þjóðkirkjustofnunina svo sérsaka er að starfsmenn hennar telja sig hina einu og sér-útvöldu erfingja Krists og alls kirkjusögulegs arfs allra annarra landsmanna í þúsund ár. Slík kröfugerð er ekki beint hógvær. Né heldur kristileg, siðleg eða lútersk. En þjóðkirkjustofnunin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Né heldur það að milljarðaarfurinn myndaðist í tíð annars trúfélags. Kirkjujarðirnar þ.e.a.s. arfurinn myndaðist í tíð kaþólskrar kirkju þegar trúarnauðung ríkti á landinu og því er arfurinn í raun allra landsmanna jafnt þeirra sem í dag standa utan trúfélaga sem innan. Í dag gerir kaþólska kirkjan ekki tilkall til arfsins og því er þjóðkirkjustofnunin hér orðin kaþólskari en páfinn í sínum kirkjuskilningi. Það sem máli skiptir fyrir biskupsstofu var að stofnunin náði milljarða samningi við ríkið um þessi mál, fyrir um 13 árum þegar allt átti að einkavæða. Samningurinn var mörg ár í undirbúningi milli ráðuneytisins og biskupsstofu. Þar var hvíslast á til að íslenskur almenningur flækti ekki málið og látið var sem önnur kristin trúfélög sem nú telja tugi þúsunda meðlima, væru ekki til. Samningurinn er í anda miðalda þar sem trúfrelsi þekktist ekki. Hann er byggður á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þjóðkirkjustofnunin lúterska virðist hafa tileinkað sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunarvæðingu miðaldakirkjunnar sem hún var upphaflega kölluð til að mótmæla og siðbæta. StofnunarhagsmunirTilgangur samningsins var ekki sá að viðhalda kristnum sið eða trúarlífi. Tilgangurinn var tryggja ákveðinni embættismannastofnun og starfsmönnum hennar áframhaldandi forréttindi um ókomin ár. Viðhald ríkisstofnana og forréttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristninnar. Nú þegar þjóðkirkjustofnunin er sjálf búin að koma sér í öngstræti þá kemur rétta stofnunareðlið fram. Hvort sem það eru kynferðisafbrotin, þöggunin, yfirhylmingar eða forréttinda aðgengi stofnunarinnar að íslenskum uppeldis- og menntastofnunum, allt hefur það með stofnunar- og sérhagsmunavörslu að gera. Þjóðkirkjustofnunin gerir ekki greinarmun á sjálfri sér og sjálfum Jesú Kristi frekar en kaþólska miðaldastofnunin gerði. Það er dapurlegt að horfa upp á það þessa dagana hvernig gengið er freklega á trúverðugleika Krists og kristni í þeim eina tilgangi að verja löngu úrelta stofnunarumgjörð og embættishagsmuni. Hæðst að trúfélagafrelsiStarfsmenn stofnunarinnar segja að fyllilega sé nú greint á milli ríkis og kirkju! Jú – hér hefur milljarðafé verið fært á milli stofnana, frá ráðuneyti upp á Biskupsstofu, skilgreiningum hagrætt og auglýsingaskiltum breytt eins og hjá bönkunum. En sá veruleiki sem blasir við er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúarfélag ríkisins“ heilu milljarðana af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flest allir hafa verið settir inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Almennt er það skírn eða persónuleg trúarafstaða sem gerir menn að meðlimum trúarsamfélaga en það á ekki við um þjóðkirkjuna. Kannanir hafa sýnt að einungis lítill hluti fólks taki undir trúarlegar kenningar stofnunarinnar. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hefur verið fært frá söfnuðunum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar samkvæmt Lúter. Kristnihátíðin árið 2000 staðfesti að þjóðkirkjan er tímaskekkja. Það milljarða klúður mátti lengi ekki ræða á opinberum vettvangi. Upphaflega átti kristniháðið að vera hátíð kristni á Íslandi en þjóðkirkjan breytti henni í sína eigin hátíð og algert hrun varð í þátttöku þjóðar þrátt fyrir einstaklega jákvæð ytri skilyrði, bæði Guðs og manna. Allt tal biskupsstofu um að þjóðkirkjustofnunin hafi skyldum að gegna umfram önnur trúfélög er ómerkilegur tilbúningur. Allstaðar í hinum kristna heimi þrífst kristni best án afskipta ríkiskirkna.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun