Erlent

Vinstrisinnar reknir af þingi

Vinstrimenn minntust fallinna Afgana.
fréttablaðið/AP
Vinstrimenn minntust fallinna Afgana. fréttablaðið/AP
Nærri öllum þingmönnum Vinstriflokksins í Þýskalandi var vísað úr þingsal í gær við upphaf umræðna um framhald á þátttöku þýska hersins í hernaði Natóríkjanna í Afganistan.

Við upphaf umræðnanna stóðu þingmenn flokksins upp með spjöld til að minnast almennra borgara sem létu lífið þegar árás var gerð, samkvæmt ákvörðun þýska hersins, í Kunduz-héraði 6. september síðastliðinn.

Þessi aðgerð þingmannanna taldist brotleg við þingskaparreglur og því vísaði þingforseti þingmönnum flokksins úr salnum meðan umræður stóðu yfir. Þeir fengu þó að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×