Lífið

Robbie bað hennar í beinni en heimtar samt sáttmála

Ayda Field er sápuleikkona sem lék lengi vel í Days of our lives.
Ayda Field er sápuleikkona sem lék lengi vel í Days of our lives.

Popparinn Robbie Williams hefur beðið lögfræðinga sína um að útbúa hjúskaparsáttmála áður en hann kvænist unnustu sinni, Ayda Field. Hann bað hennar í beinni útvarpsútsendingu í Ástralíu í vetur.

„Þau eru yfir sig ástfangin en gera sér grein fyrir þeim þrýstingi sem er á hjónaböndum frægs fólks," sagði heimildarmaður. „Foreldrar þeirra beggja hafa skilið og þau vilja ekki eyða tíma og pening í einhver vandræði og því telja þau að hjúskaparsáttmáli sé nauðsynlegur."

Talið er að Robbie og Ayda gangi upp að altarinu í lok þessa árs. Athöfnin verður haldin í kyrrþey, fjarri ágangi fjölmiðlafólks.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.