Lífið

Slash vill ekki bíómynd

Slash Vill ekki rifja upp rifrildin við Axl í bíómynd.
Slash Vill ekki rifja upp rifrildin við Axl í bíómynd.

Hinn goðsagnakenndi gítarleikari Slash úr Guns N' Roses tekur fálega í hugmyndir um að gerð verði bíómynd eftir ævisögu hans. Ævisaga Slash kom út árið 2007 og þar ræddi gítarleikarinn um baráttu sína við Bakkus og hvernig slettist upp á vinskapinn við Axl Rose, en í kjölfarið hætti Slash í Guns N' Roses.

Slash hefur ekki viljað ganga aftur í hljómsveitina og því spilar Axl gömlu lögin með nýjum mönnum. Slash segist heldur ekki vilja rifja upp erfitt samband þeirra í kvikmynd.

„Aðaltilgangurinn með bókinni var að koma frá mér hinu rétta varðandi Guns N' Roses og endurfundina. Ég hef verið spurður hvort ég vilji gefa leyfi fyrir því að gerð verði bíómynd en ég hef bara ekki áhuga á því. Þetta er bara bók sem ég skrifaði til að koma frá mér ýmsum hlutum. Ég gæti bara ekki ímyndað mér að einhver léki mig í bíómynd."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.