Japönsk yfirvöld vilja ekki banna barnaklám 14. maí 2010 20:32 Barnaklám er mikil meinsemd í japönsku samfélagi að mati Goto. Japönsk yfirvöld hafa komið í veg fyrir að lög sem eiga að banna barnaklám þar í landi verði samþykkt. Það var ákvörðun lýðræðisflokksins í Japan, sem fer með meirihluta í landinu, að samþykkja ekki lög um að það væri ólöglegt að hafa barnaklám undir höndum líkt og hér á landi. Samkvæmt frétt Daily Telegraph þá er ákvörðun flokksins reiðarslag fyrir þrýstihópa sem berjast gegn barnaklámi í Japan. Ástæðan fyrir því að stjórnvöld vilja ekki samþykkja bannið er vegna þess að þau telja slíkt bann skerða tjáningarfrelsi einstaklinga. Þá hafa stjórnvöld óskað eftir þrengri skilgreiningu á barnaklámi. Samkvæmt frétt Daily Telegraph þá er Japan ofurveldi í barnaklámi (e. kiddie porn superpower). Fyrir nokkrum vikum voru tuttugu einstaklingar handteknir í Japan fyrir að birta barnaklám á símamyndasíðu sautján ára ungmennis þar í landi. En þar áður var móðir handtekin fyrir að taka ósiðlegar myndir af barninu sínu og selja þær á netinu. Þrýstihópar hafa bent á að árið 2009 hafi rúmlega 4000 tilkynningar um barnaklám borist til japanska yfirvalda. Þar af voru yfir 600 ákærðir í kjölfarið. Þrýstihóparnir telja að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Keiji Goto, lögfræðingur og formaður eins hópsins sem berst gegn barnaklámi, hvetur þingheim til þess að festa í lög bann við að einstaklingar eða aðrir aðilar megi hafa undir höndum barnaklám. Goto bendir á að einu einstaklingarnir sem eru sáttir við seinagang ríkisins við að banna barnaklám, séu barnaníðingar. „Við lítum á barnaklám sem það mögulega versta af öllu illu. Og það er erfitt að skilja hvernig myndir af nöktum barnslíkömum, sem eru bundnir með reipum, geti talist eitthvað sem er ásættanlegt," sagði Goto svo að lokum. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Japönsk yfirvöld hafa komið í veg fyrir að lög sem eiga að banna barnaklám þar í landi verði samþykkt. Það var ákvörðun lýðræðisflokksins í Japan, sem fer með meirihluta í landinu, að samþykkja ekki lög um að það væri ólöglegt að hafa barnaklám undir höndum líkt og hér á landi. Samkvæmt frétt Daily Telegraph þá er ákvörðun flokksins reiðarslag fyrir þrýstihópa sem berjast gegn barnaklámi í Japan. Ástæðan fyrir því að stjórnvöld vilja ekki samþykkja bannið er vegna þess að þau telja slíkt bann skerða tjáningarfrelsi einstaklinga. Þá hafa stjórnvöld óskað eftir þrengri skilgreiningu á barnaklámi. Samkvæmt frétt Daily Telegraph þá er Japan ofurveldi í barnaklámi (e. kiddie porn superpower). Fyrir nokkrum vikum voru tuttugu einstaklingar handteknir í Japan fyrir að birta barnaklám á símamyndasíðu sautján ára ungmennis þar í landi. En þar áður var móðir handtekin fyrir að taka ósiðlegar myndir af barninu sínu og selja þær á netinu. Þrýstihópar hafa bent á að árið 2009 hafi rúmlega 4000 tilkynningar um barnaklám borist til japanska yfirvalda. Þar af voru yfir 600 ákærðir í kjölfarið. Þrýstihóparnir telja að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Keiji Goto, lögfræðingur og formaður eins hópsins sem berst gegn barnaklámi, hvetur þingheim til þess að festa í lög bann við að einstaklingar eða aðrir aðilar megi hafa undir höndum barnaklám. Goto bendir á að einu einstaklingarnir sem eru sáttir við seinagang ríkisins við að banna barnaklám, séu barnaníðingar. „Við lítum á barnaklám sem það mögulega versta af öllu illu. Og það er erfitt að skilja hvernig myndir af nöktum barnslíkömum, sem eru bundnir með reipum, geti talist eitthvað sem er ásættanlegt," sagði Goto svo að lokum.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira