Innlent

Féll í sprungu og fékk aðstoð við að ná í byssuna

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Rjúpnaveiðimaður féll í sprungu við gíginn Lúdent sem er austan við Mývatn um fimmleytið í dag. Maðurinn, sem var á veiðum ásamt félaga sínum, reyndist ómeiddur, en samkvæmt fyrstu boðum komst hann ekki upp úr sprungunni. Björgunarsveitin Stefán í Mývavatnssveit var í framhaldinu kölluð út.

„Svæðið er afar sprungið og snjór yfir öllu þannig að erfitt getur verið að vara sig á þeim," að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Þegar björgunarsveitin kom að hafði maðurinn náð að komast upp úr sprungunni en varð að skilja byssuna eftir. Fékk hann aðstoð við að ná henni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×