Lífið

Í fötunum í kynlífsatriði með Naomi

Einhverjir leikarar hefðu nú reynt að gera aðeins svæsnara atriði með henni Naomi.
Einhverjir leikarar hefðu nú reynt að gera aðeins svæsnara atriði með henni Naomi.

Leikarinn Samuel L. Jackson var mestmegnis í fötunum við upptökur á kynlífsatriði í sinni nýjustu mynd, Mother and Child. Þar lék hann á móti hinni áströlsku Naomi Watts.

„Ég er ekki tilbúinn fyrir nektina. Trúið mér, þið viljið ekki sjá mig allan á stóra tjaldinu. Naomi og ég vorum að kela en við vorum að mestu í fötunum okkar," sagði Jackson.

Hann hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Síðast lék hann í Iron Man 2 og síðar á þessu ári er væntanleg gamanmyndin The Other Guys. Hann snýr einnig aftur sem Nick Fury í Captain America: The First Avenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.