Ósamið um fébætur fyrir Hótel Valhöll 4. nóvember 2010 06:30 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum missti mikið úr innviðum sínum þegar Hótel Valhöll brann 9. júlí í fyrra, segir Þingvallanefnd. fréttablaðið/Arnþór Forsætisráðuneytið og tryggingafélagið Vörður hafa ekki lokið samningum um uppgjör vegna bruna Hótels Valhallar á Þingvöllum í júlí 2009. Brunabótamat byggingarinnar var ríflega 270 milljónir króna en óvíst er hver endanleg bótafjárhæð verður. Þingvallanefnd leggur mikla áherslu á að bótaféð skili sér austur í þjóðgarðinn. Bæturnar verða jafnvel aðeins um 230 milljónir vegna afsláttarákvæða og hugsanlega enn minna, verði miðað við metið markaðsverð. „Við vitum öll að þegar ríkissjóður er rekinn með jafn miklum halla og hann er núna þiggja menn alla peninga sem kunna að koma, hvort heldur eru tryggingabætur eða annað. Við viljum aðeins árétta að þessir fjármunir nýtist til þess sem er verið að bæta með þeim og fari til uppbyggingar í þjóðgarðinum,“ skýrir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, afstöðu nefndarinnar. Sigurður Óli Kolbeinsson, yfirmaður tjónadeildar hjá Verði, bendir á að í lögum segi að bætur megi aðeins greiða til að gera við húseign sem skemmst hefur við bruna eða til endurbyggingar. „Tryggingafélögum er óheimilt að borga bætur nema í samræmi við framvindu á endurbótum eða endurbyggingu þess sem brann. Þá þarf að liggja fyrir að einhver ætli að byggja aftur. En síðan segir að vátryggjanda sé heimilt að veita undanþágu frá byggingarskyldu að höfðu samráði við skipulagsyfirvöld – gegn því skilyrði að fimmtán prósent dragist frá bótafjárhæð reyndar,“ útskýrir Sigurður Óli og bendir á að ekkert liggi fyrir um hvort hótelið verði endurbyggt. Lögin kveði á um að byggja eigi hús á sama stað og í sömu mynd til að fá bætur – þótt heimilt sé að veita undanþágu frá byggingarskyldunni eins og fyrr segir. Álfheiður Ingadóttir segir alls ekki búið að slá það út af borðinu að endurbyggja á Valhallarreitnum. Sumir telji staðinn og þjónustuna þar jafnvel hafa verið hjarta þjóðgarðsins. „Ég tel að það sé enginn flötur á þessum fimmtán prósenta afslætti enda veit ég ekki af hverju menn ættu að gefa sér að það verði ekki byggt – það hefur engin ákvörðun verið tekin um að gera það ekki,“ segir Álfheiður, sem kveðst búast við að Þingvallanefnd gangi formlega frá hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í þjóðgarðinum á næsta fundi sínum. gar@frettabladid.is Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Forsætisráðuneytið og tryggingafélagið Vörður hafa ekki lokið samningum um uppgjör vegna bruna Hótels Valhallar á Þingvöllum í júlí 2009. Brunabótamat byggingarinnar var ríflega 270 milljónir króna en óvíst er hver endanleg bótafjárhæð verður. Þingvallanefnd leggur mikla áherslu á að bótaféð skili sér austur í þjóðgarðinn. Bæturnar verða jafnvel aðeins um 230 milljónir vegna afsláttarákvæða og hugsanlega enn minna, verði miðað við metið markaðsverð. „Við vitum öll að þegar ríkissjóður er rekinn með jafn miklum halla og hann er núna þiggja menn alla peninga sem kunna að koma, hvort heldur eru tryggingabætur eða annað. Við viljum aðeins árétta að þessir fjármunir nýtist til þess sem er verið að bæta með þeim og fari til uppbyggingar í þjóðgarðinum,“ skýrir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, afstöðu nefndarinnar. Sigurður Óli Kolbeinsson, yfirmaður tjónadeildar hjá Verði, bendir á að í lögum segi að bætur megi aðeins greiða til að gera við húseign sem skemmst hefur við bruna eða til endurbyggingar. „Tryggingafélögum er óheimilt að borga bætur nema í samræmi við framvindu á endurbótum eða endurbyggingu þess sem brann. Þá þarf að liggja fyrir að einhver ætli að byggja aftur. En síðan segir að vátryggjanda sé heimilt að veita undanþágu frá byggingarskyldu að höfðu samráði við skipulagsyfirvöld – gegn því skilyrði að fimmtán prósent dragist frá bótafjárhæð reyndar,“ útskýrir Sigurður Óli og bendir á að ekkert liggi fyrir um hvort hótelið verði endurbyggt. Lögin kveði á um að byggja eigi hús á sama stað og í sömu mynd til að fá bætur – þótt heimilt sé að veita undanþágu frá byggingarskyldunni eins og fyrr segir. Álfheiður Ingadóttir segir alls ekki búið að slá það út af borðinu að endurbyggja á Valhallarreitnum. Sumir telji staðinn og þjónustuna þar jafnvel hafa verið hjarta þjóðgarðsins. „Ég tel að það sé enginn flötur á þessum fimmtán prósenta afslætti enda veit ég ekki af hverju menn ættu að gefa sér að það verði ekki byggt – það hefur engin ákvörðun verið tekin um að gera það ekki,“ segir Álfheiður, sem kveðst búast við að Þingvallanefnd gangi formlega frá hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í þjóðgarðinum á næsta fundi sínum. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira