Þátttökulýðræði og menntun Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar 30. nóvember 2010 04:30 Í aðdraganda Stjórnlagaþings og reyndar allt frá Hruni hefur mikið verið rætt um lýðræði. Um þátttöku almennings i stjórnmálum og ákvarðanatöku. Það er spennandi umræða og mikilvæg. Hún hefur þó stundum verið dálítið einhliða. Mig langar að velta upp einu atriði sem þessu tengist en það er menntun. Ég hef þá kenningu, sem reyndar er studd óteljandi rannsóknum, að því meiri menntun sem fólk hafi, því meiri líkur séu á því að það taki þátt í lýðræðinu á virkan hátt. Þetta sýna bæði danskar, breskar og bandarískar rannsóknir. Ég hef starfað í fullorðinsfræðslu í nokkur ár, einkum þó að menntun þeirra sem stysta menntun hafa, og þetta kemur mér ekki á óvart. Margir þeirra sem stysta menntun hafa nota ekki eða lítið tölvur, veigra sér við að senda eitthvað frá sér skriflega, lesa lítið sem ekkert og þannig mætti lengi telja. Það þarf hins vegar ekki að þýða að skoðanir þeirra og viðhorf séu eitthvað minna virði en okkar sem erum meira fyrir að tjá okkur skriflega, höfum áhuga á pólitík og notum mikinn tíma til þess að fylgjast með og tjá okkur um pólitík. Það þýðir hins vegar alveg örugglega að það eru minni líkur á því að þetta fólk taki þátt í umræðunni á Skuggaþingi, Betri Reykjavík eða öðrum þeim vefsíðum sem kunna að verða settar upp til að stuðla að þátttöku almennings í ákvörðunum. Það eru líka minni líkur á því að fólk með stutta menntun að baki hafi aflað sér upplýsinga um frambjóðendur til stjórnlagaþings á netinu. Almennt eru minni líkur á því að þessi hópur taki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál. Það þýðir líka að það er minna mark tekið á þeim sem tjá sig, skriflega, á netinu án þess að vera vanir/vanar því að skrifa um sínar hugmyndir. Það er minna mark tekið á þeim sem orða hlutina ekki vel og gera stafsetningar- og málfræðivillur heldur en þeim sem eru vanari að tjá sig skriflega. Því get ég lofað. Það er ekki sanngjarnt en þannig er það. Alveg eins og fyrir 109 árum þegar Pjetur G. Guðmundsson langafi minn stofnaði leshring verkamanna. Leshring sem hafði það verkefni að þjálfa þátttakendur í að tjá sig; munnlega og skriflega. Því eins og Pjetur benti á dæmir fólk formið en ekki innihaldið. Þetta þarf ekki að þýða að við eigum ekki að leggja áherslu á þátttökulýðræði. Nei, það sem þetta þýðir er að ef við viljum auka lýðræði í landinu þurfum við líka að auka menntun. Þetta benti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á nýlega á ráðstefnu símenntunarmiðstöðva. Þar sagði hún að lýðræðisrökin væri mikilvæg rök fyrir því að leggja áherslu á fullorðinsfræðslu. Ég er sammála henni um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda Stjórnlagaþings og reyndar allt frá Hruni hefur mikið verið rætt um lýðræði. Um þátttöku almennings i stjórnmálum og ákvarðanatöku. Það er spennandi umræða og mikilvæg. Hún hefur þó stundum verið dálítið einhliða. Mig langar að velta upp einu atriði sem þessu tengist en það er menntun. Ég hef þá kenningu, sem reyndar er studd óteljandi rannsóknum, að því meiri menntun sem fólk hafi, því meiri líkur séu á því að það taki þátt í lýðræðinu á virkan hátt. Þetta sýna bæði danskar, breskar og bandarískar rannsóknir. Ég hef starfað í fullorðinsfræðslu í nokkur ár, einkum þó að menntun þeirra sem stysta menntun hafa, og þetta kemur mér ekki á óvart. Margir þeirra sem stysta menntun hafa nota ekki eða lítið tölvur, veigra sér við að senda eitthvað frá sér skriflega, lesa lítið sem ekkert og þannig mætti lengi telja. Það þarf hins vegar ekki að þýða að skoðanir þeirra og viðhorf séu eitthvað minna virði en okkar sem erum meira fyrir að tjá okkur skriflega, höfum áhuga á pólitík og notum mikinn tíma til þess að fylgjast með og tjá okkur um pólitík. Það þýðir hins vegar alveg örugglega að það eru minni líkur á því að þetta fólk taki þátt í umræðunni á Skuggaþingi, Betri Reykjavík eða öðrum þeim vefsíðum sem kunna að verða settar upp til að stuðla að þátttöku almennings í ákvörðunum. Það eru líka minni líkur á því að fólk með stutta menntun að baki hafi aflað sér upplýsinga um frambjóðendur til stjórnlagaþings á netinu. Almennt eru minni líkur á því að þessi hópur taki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál. Það þýðir líka að það er minna mark tekið á þeim sem tjá sig, skriflega, á netinu án þess að vera vanir/vanar því að skrifa um sínar hugmyndir. Það er minna mark tekið á þeim sem orða hlutina ekki vel og gera stafsetningar- og málfræðivillur heldur en þeim sem eru vanari að tjá sig skriflega. Því get ég lofað. Það er ekki sanngjarnt en þannig er það. Alveg eins og fyrir 109 árum þegar Pjetur G. Guðmundsson langafi minn stofnaði leshring verkamanna. Leshring sem hafði það verkefni að þjálfa þátttakendur í að tjá sig; munnlega og skriflega. Því eins og Pjetur benti á dæmir fólk formið en ekki innihaldið. Þetta þarf ekki að þýða að við eigum ekki að leggja áherslu á þátttökulýðræði. Nei, það sem þetta þýðir er að ef við viljum auka lýðræði í landinu þurfum við líka að auka menntun. Þetta benti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á nýlega á ráðstefnu símenntunarmiðstöðva. Þar sagði hún að lýðræðisrökin væri mikilvæg rök fyrir því að leggja áherslu á fullorðinsfræðslu. Ég er sammála henni um það.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun