Innlent

Ellefu vilja í Turninn á Lækjartorgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Turninn er kominn á sinn stað eftir að hafa verið geymdur annarsstaðar um skeið.
Turninn er kominn á sinn stað eftir að hafa verið geymdur annarsstaðar um skeið.
Ellefu aðilar gerðu tilboð í leigu á Turninum á Lækjartorgi. Tilboðin voru opnuð í morgun hjá Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Eins og fram hefur komið var turninn fluttur á Lækjartorg í sumar eftir að hafa verið geymdur annarsstaðar um skeið.

„Ég fagna því að turninn sé kominn á sinn gamla stað. Hann er til prýði á torginu og mun örugglega vekja upp minningar í hugum margra borgarbúa." sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar ákveðið var að færa turninn aftur á Lækjartorg.

Ákveðið hefur verið að þegar væntanlegur leigutaki verði valinn verði horft til þess að starfsemin bæti við framboð í miðborginni og gæði hana þannig meira lífi.

Þeir sem skiluði inn umsókn voru:

1 Senay Gvelay Okubu

2 Kristín Traustadóttir og Gheorghiu Eugen

3 Þórarinn Einarsson

4 Valdimar Örn Flygenring og Eiríkur Guðmundsson

5 Iceland Travel Mart ehf.

6 Reykjavik Bike Tours

7 Kolbrá ehf.

8 Þorgils Ó. Erlingsson og Valdimar Kr. Kristjánsson

9 Center Hotels

10 Áfram Ísland

11 Rammagerðin ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×