Innlent

Ingunn bjargaði lömbum úr sjálfheldu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Menn þurftu að hafa töluvert fyrir að ná lambinu í morgun.
Menn þurftu að hafa töluvert fyrir að ná lambinu í morgun.
Björgunarsveitin Ingunn, sem starfrækt er að Laugarvatni, bjargaði í morgun lambi úr sjálfheldu við Laugardalshóla. Þetta er í annað sinn á einni viku sem björgunarsveitin fer í björgunarleiðangur sem þennan vegna kindar.

„Við vorum þrír eða fjórir með eigandanum, sem er reyndar i björgunarsveitunum líka. Við erum með svona fjallabjörgunarflokk sem í eru ansi öflugir meðlimir," segir björgunarsveitarmaðurinn Bjarni Dan í samtali við Vísi. Hann segir að í báðum tilvikum hafi björgunin gengið fljótt og vel fyrir sig og lömbin verið fegin stuttu framhaldslífi.

Engu að síður er líklegt að örlög þessara lamba verði eins og örlög annarra skepna af þessum toga. „Því miður er nú lífið bara þannig að ef við viljum grilla að þá verða þessar skepnur að fara í sláturhúsið," segir Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×