Innlent

Stórbruni á Eirhöfða

Ekkert liggur enn fyrir um það hvað olli stórbruna í iðnaðarhúsi við Eirhöfða í Reykjavík í nótt, sem hófst með því að það kviknaði í bíl innanhúss og allt fór úr böndunum. Myndatökumaður Stöðvar 2 var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndir.

Vegfarandi varð eldsins var laust fyrir klukkan eitt í nótt. Allir slökkviliðsmenn á vakt voru sendir á vettvang á mörgum bílum og var bíllinn á verkstæðinu alelda þegar að var komið. Greiðlega gekk að slökkva í honum en þá kom í ljós að eldurinn hafði náð að teygja sig í þak hússins og logaði þar í einangrun og bitum.

Bakvakt var kölluð út börðust slökkviliðsmenn þar við eld alveg farm á áttunda tímann í morgun, að slökkvistarfi lauk. Húsið er þrískipt og kviknmaði í miðjuhólfi þess. En þar sem eldveggir milli hólfa náðu ekki upp úr þakinu, barst eldur um allt þakið og varð tjón í hinum tveimur hólfunum líka, en slökkviliðsmönnum tókst að verja viðbyggingu.

Undir morgun hrasaði slökkviliðsmaður í stiga og var hann fluttur á Slysadeild Landspítalans, en er ekki alvarlega meiddur. Þessa stundina er verið að meta hvort hætta sé að þak hússins hrynji, áður en rannsókn hefst inni í húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×