Auðvelda aðgang að opinberum gögnum 1. nóvember 2010 03:15 Upplýsingalögin ná til fyrirtækja í eigu opinberra aðila, nái breytingar á þeim fram að ganga. Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur myndu þá falla undir lögin. fréttablaðið/anton Gera á almenningi auðveldara en nú er að óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum, samkvæmt drögum að breytingum á upplýsingalögum. Lögin tóku gildi árið 1997. Með þeim er almenningi tryggður réttur til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum og hefur reynslan sýnt að þau hafa falið í sér umtalsverða réttarbót. Ríkisstjórnin taldi rétt að láta endurskoða lögin. Bæði hefði umfang stjórnsýslunnar aukist og breytingar orðið á umhverfi hennar, meðal annars vegna tækniframfara. Þá hefðu kröfur almennings til aðgangs að upplýsingum um opinber málefni aukist. Liður í því að auðvelda aðgengi fólks að upplýsingum er að slaka á kröfum um tilgreiningu á máli. Felst breytingin í því að viðkomandi getur tilgreint það málefni sem hann óskar að kynna sér en mun ekki þurfa að tilgreina það með nákvæmum hætti. „Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna þau mál sem efnislega falla undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang,“ segir í greinargerð með frumvarpsdrögunum. Sú breyting er líka gerð að upplýsingalög eiga að ná til fleiri aðila en nú er. Á það við um fyrirtæki sem eru í eigu hins opinbera að 75 prósentum hluta eða meira. Á það til dæmis við um Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK og fleiri, eftir því sem fram kemur í frumvarpinu. Undanþágur verða þó á þessu. Þannig eiga upplýsingalög ekki að ná til þeirra sem fengið hafa eða sótt hafa um skráningu í kauphöll. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að á slíkum fyrirtækjum hvílir þegar rík skylda til að veita upplýsingar um starfsemi sína. Þá er áfram byggt á þeirri reglu að vegna samkeppnishagsmuna sé heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar aðgangsrétti almennings. Endurskoðun laganna önnuðust Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórhallur Vilhjálmsson, yfirlögfræðingur Alþingis. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Gera á almenningi auðveldara en nú er að óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum, samkvæmt drögum að breytingum á upplýsingalögum. Lögin tóku gildi árið 1997. Með þeim er almenningi tryggður réttur til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum og hefur reynslan sýnt að þau hafa falið í sér umtalsverða réttarbót. Ríkisstjórnin taldi rétt að láta endurskoða lögin. Bæði hefði umfang stjórnsýslunnar aukist og breytingar orðið á umhverfi hennar, meðal annars vegna tækniframfara. Þá hefðu kröfur almennings til aðgangs að upplýsingum um opinber málefni aukist. Liður í því að auðvelda aðgengi fólks að upplýsingum er að slaka á kröfum um tilgreiningu á máli. Felst breytingin í því að viðkomandi getur tilgreint það málefni sem hann óskar að kynna sér en mun ekki þurfa að tilgreina það með nákvæmum hætti. „Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna þau mál sem efnislega falla undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang,“ segir í greinargerð með frumvarpsdrögunum. Sú breyting er líka gerð að upplýsingalög eiga að ná til fleiri aðila en nú er. Á það við um fyrirtæki sem eru í eigu hins opinbera að 75 prósentum hluta eða meira. Á það til dæmis við um Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK og fleiri, eftir því sem fram kemur í frumvarpinu. Undanþágur verða þó á þessu. Þannig eiga upplýsingalög ekki að ná til þeirra sem fengið hafa eða sótt hafa um skráningu í kauphöll. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að á slíkum fyrirtækjum hvílir þegar rík skylda til að veita upplýsingar um starfsemi sína. Þá er áfram byggt á þeirri reglu að vegna samkeppnishagsmuna sé heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar aðgangsrétti almennings. Endurskoðun laganna önnuðust Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórhallur Vilhjálmsson, yfirlögfræðingur Alþingis. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira