Valdalaus kóngur Ágúst Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2010 16:00 Við fyrstu sýn á stjórnarskrána virðist forseti Íslands hafa heilmikil völd. Við nánari skoðun kemur í ljós að honum ber að láta "ráðherra framkvæma vald sitt". Í orði eru þeir að vinna í umboði forseta, þó að við tökum ekki almennt eftir því að svo sé, enda er raunin svolítið önnur. Og þá er spurningin: hvað erum við að hafa ákvæði í stórnarskránni, sem eru ónauðsynlegar umorðanir á raunveruleikanum? Jú, þetta er arfur frá danska konungsveldinu. Nokkrar byltingar höfðu rúið þann kóng völdum, en í orði kveðnu var svo látið heita að ríkisstjórnin væri að vinna fyrir hann. Við vitum hins vegar að í báðum löndunum sitja ríkisstjórnir í umboði kjósenda, þær eru studdar af meirihluta þingsins sem fólkið kýs - þannig viljum við hafa það og þá er óþarfi að búa til konunglegt leikrit í kringum það. Þessi æðsta staða lýðveldisins er dálítið skrýtið sköpunarverk. Það er óneitanlega látið eins og hún sé mikilvægari en hún er. Stundum er talað um hana sem "sameiningartákn þjóðarinnar", en það getur brugðið til beggja vona með það háleita markmið, og núverandi forseti hefur beitt áhrifum sínum of oft í viðkvæmum deilumálum til að hann geti með góðu móti kallast sameiningartákn. Tvennt getur fært forsetanum völd samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Annað er stjórnarkreppa. Þá stendur vissulega upp á forsetann að taka mikilvægar ákvarðanir. Hitt er málskotsrétturinn margumræddi. Forsetinn getur neitað lögum staðfestingar, en þá skal fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þegar á þetta reyndi fyrir skömmu kom í ljós að lagakerfið var illa undir slíka framkvæmd búið. Það var eins og enginn hefði átt von á því að til þessa kæmi nokkurn tíma. Þessi mál verða óhjákvæmilega í brennidepli á stjórnlagaþinginu. Þá er eðlilegt að ræddar verði hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um þjóðkjörinn forseta sem yrði í raun höfuð ríkisstjórnarinnar, en þar horfði Vilmundur til fyrirmynda eins og Frakklands og Bandaríkjanna. Sumir hafa á það bent að þetta fyrirkomulag veiki þingræðið, en það ætti ekki endilega að vera veikara en það kerfi sem Íslendingar búa við nú, sem einna helst byggist á foringjaræði stjórnmálaflokkana. Eitt er þó víst að þingræðið þarf að verja - og þar með afmarka starfsvið þeirra sem fara með framkvæmdavaldið. Hvað gerum við svo með kónginn valdalitla? Viljum við að hann ákveði hvenær haldnar eru þjóðaratkvæðagreiðslur eða viljum við hafa annan hátt á slíkum ákvörðunum? Málskotsréttur forseta er tilefni endalausra deilna um það hvort forsetanum sé í raun og veru ætlað það hlutverk að endurmeta lög þingsins með þessum hætti. Í vöggu þingræðisins, Bretlandi, yrði uppi fótur og fit, ef Elísabet önnur neitaði að staðfesta lög frá þinginu. Ekki er ólíklegt að það boðaði endalok konungdæmis þar í landi. Núverandi ákvæði um forseta Íslands eru í besta falli illa útskýrð tímaskekkja. Hana þarf að laga, þó ekki væri nema með því að segja skýrt og skorinort til um völd hans eða valdaleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við fyrstu sýn á stjórnarskrána virðist forseti Íslands hafa heilmikil völd. Við nánari skoðun kemur í ljós að honum ber að láta "ráðherra framkvæma vald sitt". Í orði eru þeir að vinna í umboði forseta, þó að við tökum ekki almennt eftir því að svo sé, enda er raunin svolítið önnur. Og þá er spurningin: hvað erum við að hafa ákvæði í stórnarskránni, sem eru ónauðsynlegar umorðanir á raunveruleikanum? Jú, þetta er arfur frá danska konungsveldinu. Nokkrar byltingar höfðu rúið þann kóng völdum, en í orði kveðnu var svo látið heita að ríkisstjórnin væri að vinna fyrir hann. Við vitum hins vegar að í báðum löndunum sitja ríkisstjórnir í umboði kjósenda, þær eru studdar af meirihluta þingsins sem fólkið kýs - þannig viljum við hafa það og þá er óþarfi að búa til konunglegt leikrit í kringum það. Þessi æðsta staða lýðveldisins er dálítið skrýtið sköpunarverk. Það er óneitanlega látið eins og hún sé mikilvægari en hún er. Stundum er talað um hana sem "sameiningartákn þjóðarinnar", en það getur brugðið til beggja vona með það háleita markmið, og núverandi forseti hefur beitt áhrifum sínum of oft í viðkvæmum deilumálum til að hann geti með góðu móti kallast sameiningartákn. Tvennt getur fært forsetanum völd samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Annað er stjórnarkreppa. Þá stendur vissulega upp á forsetann að taka mikilvægar ákvarðanir. Hitt er málskotsrétturinn margumræddi. Forsetinn getur neitað lögum staðfestingar, en þá skal fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þegar á þetta reyndi fyrir skömmu kom í ljós að lagakerfið var illa undir slíka framkvæmd búið. Það var eins og enginn hefði átt von á því að til þessa kæmi nokkurn tíma. Þessi mál verða óhjákvæmilega í brennidepli á stjórnlagaþinginu. Þá er eðlilegt að ræddar verði hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um þjóðkjörinn forseta sem yrði í raun höfuð ríkisstjórnarinnar, en þar horfði Vilmundur til fyrirmynda eins og Frakklands og Bandaríkjanna. Sumir hafa á það bent að þetta fyrirkomulag veiki þingræðið, en það ætti ekki endilega að vera veikara en það kerfi sem Íslendingar búa við nú, sem einna helst byggist á foringjaræði stjórnmálaflokkana. Eitt er þó víst að þingræðið þarf að verja - og þar með afmarka starfsvið þeirra sem fara með framkvæmdavaldið. Hvað gerum við svo með kónginn valdalitla? Viljum við að hann ákveði hvenær haldnar eru þjóðaratkvæðagreiðslur eða viljum við hafa annan hátt á slíkum ákvörðunum? Málskotsréttur forseta er tilefni endalausra deilna um það hvort forsetanum sé í raun og veru ætlað það hlutverk að endurmeta lög þingsins með þessum hætti. Í vöggu þingræðisins, Bretlandi, yrði uppi fótur og fit, ef Elísabet önnur neitaði að staðfesta lög frá þinginu. Ekki er ólíklegt að það boðaði endalok konungdæmis þar í landi. Núverandi ákvæði um forseta Íslands eru í besta falli illa útskýrð tímaskekkja. Hana þarf að laga, þó ekki væri nema með því að segja skýrt og skorinort til um völd hans eða valdaleysi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun