Valdalaus kóngur Ágúst Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2010 16:00 Við fyrstu sýn á stjórnarskrána virðist forseti Íslands hafa heilmikil völd. Við nánari skoðun kemur í ljós að honum ber að láta "ráðherra framkvæma vald sitt". Í orði eru þeir að vinna í umboði forseta, þó að við tökum ekki almennt eftir því að svo sé, enda er raunin svolítið önnur. Og þá er spurningin: hvað erum við að hafa ákvæði í stórnarskránni, sem eru ónauðsynlegar umorðanir á raunveruleikanum? Jú, þetta er arfur frá danska konungsveldinu. Nokkrar byltingar höfðu rúið þann kóng völdum, en í orði kveðnu var svo látið heita að ríkisstjórnin væri að vinna fyrir hann. Við vitum hins vegar að í báðum löndunum sitja ríkisstjórnir í umboði kjósenda, þær eru studdar af meirihluta þingsins sem fólkið kýs - þannig viljum við hafa það og þá er óþarfi að búa til konunglegt leikrit í kringum það. Þessi æðsta staða lýðveldisins er dálítið skrýtið sköpunarverk. Það er óneitanlega látið eins og hún sé mikilvægari en hún er. Stundum er talað um hana sem "sameiningartákn þjóðarinnar", en það getur brugðið til beggja vona með það háleita markmið, og núverandi forseti hefur beitt áhrifum sínum of oft í viðkvæmum deilumálum til að hann geti með góðu móti kallast sameiningartákn. Tvennt getur fært forsetanum völd samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Annað er stjórnarkreppa. Þá stendur vissulega upp á forsetann að taka mikilvægar ákvarðanir. Hitt er málskotsrétturinn margumræddi. Forsetinn getur neitað lögum staðfestingar, en þá skal fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þegar á þetta reyndi fyrir skömmu kom í ljós að lagakerfið var illa undir slíka framkvæmd búið. Það var eins og enginn hefði átt von á því að til þessa kæmi nokkurn tíma. Þessi mál verða óhjákvæmilega í brennidepli á stjórnlagaþinginu. Þá er eðlilegt að ræddar verði hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um þjóðkjörinn forseta sem yrði í raun höfuð ríkisstjórnarinnar, en þar horfði Vilmundur til fyrirmynda eins og Frakklands og Bandaríkjanna. Sumir hafa á það bent að þetta fyrirkomulag veiki þingræðið, en það ætti ekki endilega að vera veikara en það kerfi sem Íslendingar búa við nú, sem einna helst byggist á foringjaræði stjórnmálaflokkana. Eitt er þó víst að þingræðið þarf að verja - og þar með afmarka starfsvið þeirra sem fara með framkvæmdavaldið. Hvað gerum við svo með kónginn valdalitla? Viljum við að hann ákveði hvenær haldnar eru þjóðaratkvæðagreiðslur eða viljum við hafa annan hátt á slíkum ákvörðunum? Málskotsréttur forseta er tilefni endalausra deilna um það hvort forsetanum sé í raun og veru ætlað það hlutverk að endurmeta lög þingsins með þessum hætti. Í vöggu þingræðisins, Bretlandi, yrði uppi fótur og fit, ef Elísabet önnur neitaði að staðfesta lög frá þinginu. Ekki er ólíklegt að það boðaði endalok konungdæmis þar í landi. Núverandi ákvæði um forseta Íslands eru í besta falli illa útskýrð tímaskekkja. Hana þarf að laga, þó ekki væri nema með því að segja skýrt og skorinort til um völd hans eða valdaleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við fyrstu sýn á stjórnarskrána virðist forseti Íslands hafa heilmikil völd. Við nánari skoðun kemur í ljós að honum ber að láta "ráðherra framkvæma vald sitt". Í orði eru þeir að vinna í umboði forseta, þó að við tökum ekki almennt eftir því að svo sé, enda er raunin svolítið önnur. Og þá er spurningin: hvað erum við að hafa ákvæði í stórnarskránni, sem eru ónauðsynlegar umorðanir á raunveruleikanum? Jú, þetta er arfur frá danska konungsveldinu. Nokkrar byltingar höfðu rúið þann kóng völdum, en í orði kveðnu var svo látið heita að ríkisstjórnin væri að vinna fyrir hann. Við vitum hins vegar að í báðum löndunum sitja ríkisstjórnir í umboði kjósenda, þær eru studdar af meirihluta þingsins sem fólkið kýs - þannig viljum við hafa það og þá er óþarfi að búa til konunglegt leikrit í kringum það. Þessi æðsta staða lýðveldisins er dálítið skrýtið sköpunarverk. Það er óneitanlega látið eins og hún sé mikilvægari en hún er. Stundum er talað um hana sem "sameiningartákn þjóðarinnar", en það getur brugðið til beggja vona með það háleita markmið, og núverandi forseti hefur beitt áhrifum sínum of oft í viðkvæmum deilumálum til að hann geti með góðu móti kallast sameiningartákn. Tvennt getur fært forsetanum völd samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Annað er stjórnarkreppa. Þá stendur vissulega upp á forsetann að taka mikilvægar ákvarðanir. Hitt er málskotsrétturinn margumræddi. Forsetinn getur neitað lögum staðfestingar, en þá skal fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þegar á þetta reyndi fyrir skömmu kom í ljós að lagakerfið var illa undir slíka framkvæmd búið. Það var eins og enginn hefði átt von á því að til þessa kæmi nokkurn tíma. Þessi mál verða óhjákvæmilega í brennidepli á stjórnlagaþinginu. Þá er eðlilegt að ræddar verði hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um þjóðkjörinn forseta sem yrði í raun höfuð ríkisstjórnarinnar, en þar horfði Vilmundur til fyrirmynda eins og Frakklands og Bandaríkjanna. Sumir hafa á það bent að þetta fyrirkomulag veiki þingræðið, en það ætti ekki endilega að vera veikara en það kerfi sem Íslendingar búa við nú, sem einna helst byggist á foringjaræði stjórnmálaflokkana. Eitt er þó víst að þingræðið þarf að verja - og þar með afmarka starfsvið þeirra sem fara með framkvæmdavaldið. Hvað gerum við svo með kónginn valdalitla? Viljum við að hann ákveði hvenær haldnar eru þjóðaratkvæðagreiðslur eða viljum við hafa annan hátt á slíkum ákvörðunum? Málskotsréttur forseta er tilefni endalausra deilna um það hvort forsetanum sé í raun og veru ætlað það hlutverk að endurmeta lög þingsins með þessum hætti. Í vöggu þingræðisins, Bretlandi, yrði uppi fótur og fit, ef Elísabet önnur neitaði að staðfesta lög frá þinginu. Ekki er ólíklegt að það boðaði endalok konungdæmis þar í landi. Núverandi ákvæði um forseta Íslands eru í besta falli illa útskýrð tímaskekkja. Hana þarf að laga, þó ekki væri nema með því að segja skýrt og skorinort til um völd hans eða valdaleysi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun