Innlent

Langveik börn komast í utanlandsferðir

Matthías Imsland segir gleðilegt fyrir fyrirtækið að geta létt undir með þeim fjölskyldum, sem sannarlega þurfa á því að halda.
Matthías Imsland segir gleðilegt fyrir fyrirtækið að geta létt undir með þeim fjölskyldum, sem sannarlega þurfa á því að halda.
Iceland Express og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára. Með samningnum verður Iceland Express einn af styrktaraðilum Umhyggju.

Markmið samningsins er að aðstoða langveik börn og fjölskyldur þeirra við að ferðast til útlanda. Að sögn Rögnu Marinósdóttur framkvæmdastjóra Umhyggju mun samningurinn létta mikið undir hjá þeim fjölskyldum langveikra barna sem huga á utanferð. Þá gerir samningurinn ráð fyrir aukinni yfirvigt farþegunum að kostnaðarlausu, en það mun koma sér sérstaklega vel þegar um hjálpartæki og ýmsan sérútbúnað er að ræða, sem margir af skjólstæðingum Umhyggju og aðildarfélaganna þurfa á að halda.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir það gleðilegt fyrir fyrirtækið að geta létt undir með þeim fjölskyldum, sem sannarlega þurfa á því að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×