Hamilton: Tvísýn barátta um titilinn 1. nóvember 2010 16:57 Lewis Hamilton er í þriðja sæti í sitgamóti ökumanna, en tvö mót eru eftir á tímabilinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Bretinn Lewis Hamilton er einn af fimm sem á enn möguleika á meistaratitili í Formúlu 1, en hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Brasilíu um næstu helgi, þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá Hamilton. Tvö mót eru eftir á tímabilinu. Fyrst er keppt í Brasilíu um helgina og síðan í Abu Dhabi viku síðar. "'Eg virðist alltaf upplifa einstaka hluti í Brasilíu. Á fyrsta ári mínu í Formúlu 1 komst ég í sjöunda sæti eftir baráttu við marga keppendur og tapaði meistaratitilinum. Árið eftir var erfitt mót, en ég náði fimmta sæti í síðasta hringi og vann meistaratitilinn", sagði Hamilton í tilkynningu frá McLaren sem birtist á autosport.com. "Á síðasta ári gekk ekkert í tímatökum. Ég var sautjándi á ráslínu og notðai KERS búnaðinn til að spyrna mér áfram í mótinu og upp í þriðja sæti. Það var eitt mitt besta mót um ævina. Ég vona að mótið í ár verði ekki eins átakamikið...", sagði Hamilton. "Við förum til Brasilíu og vitum að við erum ekki með sneggasta bílinn, en góðan engu að síður. Við erum með öfluga vél og góðan hámarkshraða. Það ætti að gera okkur færi á framúrakstri í fyrstu beygju, sem er trúlega besti staðurinn til að reyna slíkt." "'Ég veit að meistaratitilinn er það sem allir hugsa um núna, en ég hugsa ekki svo mikið um hann. Við verðum að ná hagstæðum úrslitum í Brasilíu til að geta barist um titilinn í Abu Dhabi. Það er í forgangi hjá mér. Hvað sem gerist. Þá verður baráttan tvísýn", sagði Hamilton. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn af fimm sem á enn möguleika á meistaratitili í Formúlu 1, en hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Brasilíu um næstu helgi, þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá Hamilton. Tvö mót eru eftir á tímabilinu. Fyrst er keppt í Brasilíu um helgina og síðan í Abu Dhabi viku síðar. "'Eg virðist alltaf upplifa einstaka hluti í Brasilíu. Á fyrsta ári mínu í Formúlu 1 komst ég í sjöunda sæti eftir baráttu við marga keppendur og tapaði meistaratitilinum. Árið eftir var erfitt mót, en ég náði fimmta sæti í síðasta hringi og vann meistaratitilinn", sagði Hamilton í tilkynningu frá McLaren sem birtist á autosport.com. "Á síðasta ári gekk ekkert í tímatökum. Ég var sautjándi á ráslínu og notðai KERS búnaðinn til að spyrna mér áfram í mótinu og upp í þriðja sæti. Það var eitt mitt besta mót um ævina. Ég vona að mótið í ár verði ekki eins átakamikið...", sagði Hamilton. "Við förum til Brasilíu og vitum að við erum ekki með sneggasta bílinn, en góðan engu að síður. Við erum með öfluga vél og góðan hámarkshraða. Það ætti að gera okkur færi á framúrakstri í fyrstu beygju, sem er trúlega besti staðurinn til að reyna slíkt." "'Ég veit að meistaratitilinn er það sem allir hugsa um núna, en ég hugsa ekki svo mikið um hann. Við verðum að ná hagstæðum úrslitum í Brasilíu til að geta barist um titilinn í Abu Dhabi. Það er í forgangi hjá mér. Hvað sem gerist. Þá verður baráttan tvísýn", sagði Hamilton.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira