Danir hafa áhyggjur af námskostnaði 7. desember 2010 06:00 Fjölmargir háskólanemar frá Norðurlöndum sækja sér menntun í Árósum. Kostnaður danska ríkisins vegna norrænna nema vex mörgum í augum. Fréttablaðið/Þorgils Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira