Danir hafa áhyggjur af námskostnaði 7. desember 2010 06:00 Fjölmargir háskólanemar frá Norðurlöndum sækja sér menntun í Árósum. Kostnaður danska ríkisins vegna norrænna nema vex mörgum í augum. Fréttablaðið/Þorgils Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira