Sænska stjarnan til Íslands 21. júlí 2010 09:00 Hin sænska Robin Miriam Carlsson, eða Robyn eins og hún kallar sig, mun sjá til þess að dansþyrstir Íslendingar geti dillað sér á Iceland Airwaves. Sænska poppstjarnan Robyn kemur fram á Iceland Airwaves í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Robyn kemur fram á tónleikum á Íslandi en söngkonan hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. „Robyn er stærsta erlenda nafnið sem við höfum gefið upp fyrir hátíðina í ár,“ segir Egill Tómasson hjá Iceland Airwaves. Robyn mun hafa haft mikinn áhuga á að koma á hátíðina og gerði því ráð fyrir Íslandi í tónleikaferðalagi sínu milli heimshorna. „Robyn er mjög spennt fyrir að koma til landsins og lítur á tónleikana hér sem lið í kynningarferð sinni um heiminn,“ segir Egill og bætir við að sænska poppstirnið sé að springa út sem tónlistarmaður um þessar mundir. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Robyn kemst í kynni við íslenskt skemmtanalíf. Hún þeytti skífum á Jacobsen fyrir ári við mikinn fögnuð íslenskra aðdáenda. Egill segir að það sé ekki vaninn að fá svona frægan tónlistarmann eins og Robyn á hátíðina en að þeir séu mjög ánægðir með komu hennar. „Við reynum oft að finna frekar nýjar og ferskar hljómsveitir. Reynum að ná þeim áður en þær springa út. Robyn er þegar orðin stór á Norðurlöndunum og í Evrópu,“ segir Egill og bætir við að hann og aðstandendur hátíðarinnar vinni baki brotnu við að koma henni heim og saman. „Þetta gengur mjög vel og við höfum lagað okkur að breyttu umhverfi í þjóðfélaginu. Nú segjum við bara hljómsveitum sem eru að gera þetta fyrir peningana að fara eitthvert annað,“ segir Egill og bætir við að hann hafi frekar fundið fyrir auknum áhuga á landi og þjóð eftir eldgos og hrun en öfugt. Nú hafa 23 erlendar sveitir staðfest komu sína á Iceland Airwaves þar á meðal Bombay Bicycle Club frá Bretlandi, Efterklang frá Danmörku og Slagsmålsklubben frá Svíþjóð. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Sænska poppstjarnan Robyn kemur fram á Iceland Airwaves í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Robyn kemur fram á tónleikum á Íslandi en söngkonan hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. „Robyn er stærsta erlenda nafnið sem við höfum gefið upp fyrir hátíðina í ár,“ segir Egill Tómasson hjá Iceland Airwaves. Robyn mun hafa haft mikinn áhuga á að koma á hátíðina og gerði því ráð fyrir Íslandi í tónleikaferðalagi sínu milli heimshorna. „Robyn er mjög spennt fyrir að koma til landsins og lítur á tónleikana hér sem lið í kynningarferð sinni um heiminn,“ segir Egill og bætir við að sænska poppstirnið sé að springa út sem tónlistarmaður um þessar mundir. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Robyn kemst í kynni við íslenskt skemmtanalíf. Hún þeytti skífum á Jacobsen fyrir ári við mikinn fögnuð íslenskra aðdáenda. Egill segir að það sé ekki vaninn að fá svona frægan tónlistarmann eins og Robyn á hátíðina en að þeir séu mjög ánægðir með komu hennar. „Við reynum oft að finna frekar nýjar og ferskar hljómsveitir. Reynum að ná þeim áður en þær springa út. Robyn er þegar orðin stór á Norðurlöndunum og í Evrópu,“ segir Egill og bætir við að hann og aðstandendur hátíðarinnar vinni baki brotnu við að koma henni heim og saman. „Þetta gengur mjög vel og við höfum lagað okkur að breyttu umhverfi í þjóðfélaginu. Nú segjum við bara hljómsveitum sem eru að gera þetta fyrir peningana að fara eitthvert annað,“ segir Egill og bætir við að hann hafi frekar fundið fyrir auknum áhuga á landi og þjóð eftir eldgos og hrun en öfugt. Nú hafa 23 erlendar sveitir staðfest komu sína á Iceland Airwaves þar á meðal Bombay Bicycle Club frá Bretlandi, Efterklang frá Danmörku og Slagsmålsklubben frá Svíþjóð. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“