Erlent

Fann flöskuskeyti eftir 23 ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árið 1987 sendi hinn 11 ára gamli Marko Bode frá sér flöskuskeyti. Í skeytinu óskaði hann sér þess að móttakandinn yrði pennavinur hans. Norski Aftenposten segir líkur til þess að Bode geti núna orðið að ósk sinni.

Hin níu ára gamli Youri Maibohm er nefnilega búinn að finna flöskuna í Thüringen í austurhluta Þýskalands. Textinn í bréfinu inni í flöskunni hefur afmáðst svolítið en bréfið er samt enn læsilegt, segir á vefsíðu Göttinger dagblaðsins.

Marko Boder er núna 34 ára gamall og vinnur sem rafmagnsverkfræðingur. Hann segist vera gáttaður á því að flöskuskeytið hafi fundist. Hann vill gjarnan hitta litla strákinn sem fann flöskuna og rabba við hann um daginn og veginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×