Uppgötvuð með ömmu sinni í Húsdýragarðinum 12. júlí 2010 08:30 Elena Dís komst nýlega inn í kongunglega ballettinn í Danmörku. Fréttablaðið/ „Ég var með rosalega flott hár og fannst þetta mjög gaman. Ég lærði að gera svona sjálf og ætla að sýna Karólínu systur minni þegar ég kem heim. Við fengum að skipta tvisvar sinnum um föt og við frænkurnar áttum skemmtilegan dag,“ segir hin átta ára gamla Elena Dís Ásgeirsdóttir. Elena Dís var með ömmu sinni og frænku sinni, Arndísi Erlu Örvarsdóttur, í Húsdýragarðinum um síðustu helgi þegar ljósmyndarinn Anna Pálma sá frænkurnar og gaf sig á tal við þær. Hún bauð þeim að sitja fyrir í myndaþætti fyrir ítalska tímaritið Vogue Bambini sem tekinn var hér á landi fyrir helgi. Elena hefur tekið þátt í nokkrum myndatökum frá því að hún var lítil og var til að mynda í jólasjónvarpsauglýsingu fyrir netverslunina Littlewoods og í Junoir Magazine. Það er ýmislegt í gangi hjá þessari átta ára hnátu þessa dagana því fyrir stuttu fékk hún inngöngu í Konunglega ballettinn í Danmörku. „Það er mjög erfitt að fá inngöngu í þennan ballett. Oftast eru þær í kringum 10 eða 11 ára sem fá inngöngu auk þess sem Elena var sú eina af Suður-Jótlandi sem komst inn,“ segir Tinna Bessadóttir, stolt af dóttur sinni. Þessi elíta myndar hóp ballettstúlkna sem sýnir meðal annars við konunglegar athafnir fyrir Danadrottningu og gesti hennar. Tinna segir fjölskylduna ekki hafa verið með það alveg á hreinu um hversu stórt mál væri að ræða þegar Elenu var boðið að mæta í prufu. „Við komum á svæðið og tókum allt í einu eftir öllu stressinu í kringum okkur. Þegar við sáum að stelpur voru skælandi eftir að hafa fengið neitun áttuðum við okkur á því að um eitthvað stórt mál væri að ræða,“ segir Tinna. Tveir sérfræðingar voru á svæðinu til að skoða beinabyggingu stúlknanna mjög vel því stúlkurnar í þessum hóp þurfa að hafa hana alveg fullkomna. Þrátt fyrir að þessi ballett sé mjög stórt mál fyrir ballettdansara er æfingum haldið í lágmarki. Hugmyndafræðin á bak við æfingar er að æfa ekki of mikið heldur æfa vel. Passað er vel upp á líkama stúlknanna og reynt að koma í veg fyrir meiðsl eins vel og hægt er. „Þetta er auðvitað gífurlegt tækifæri fyrir Elenu þar sem þessi ballett opnar mikla möguleika á að starfa sem ballettdansari í framtíðinni ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Tinna. linda@frettabladid.is Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Ég var með rosalega flott hár og fannst þetta mjög gaman. Ég lærði að gera svona sjálf og ætla að sýna Karólínu systur minni þegar ég kem heim. Við fengum að skipta tvisvar sinnum um föt og við frænkurnar áttum skemmtilegan dag,“ segir hin átta ára gamla Elena Dís Ásgeirsdóttir. Elena Dís var með ömmu sinni og frænku sinni, Arndísi Erlu Örvarsdóttur, í Húsdýragarðinum um síðustu helgi þegar ljósmyndarinn Anna Pálma sá frænkurnar og gaf sig á tal við þær. Hún bauð þeim að sitja fyrir í myndaþætti fyrir ítalska tímaritið Vogue Bambini sem tekinn var hér á landi fyrir helgi. Elena hefur tekið þátt í nokkrum myndatökum frá því að hún var lítil og var til að mynda í jólasjónvarpsauglýsingu fyrir netverslunina Littlewoods og í Junoir Magazine. Það er ýmislegt í gangi hjá þessari átta ára hnátu þessa dagana því fyrir stuttu fékk hún inngöngu í Konunglega ballettinn í Danmörku. „Það er mjög erfitt að fá inngöngu í þennan ballett. Oftast eru þær í kringum 10 eða 11 ára sem fá inngöngu auk þess sem Elena var sú eina af Suður-Jótlandi sem komst inn,“ segir Tinna Bessadóttir, stolt af dóttur sinni. Þessi elíta myndar hóp ballettstúlkna sem sýnir meðal annars við konunglegar athafnir fyrir Danadrottningu og gesti hennar. Tinna segir fjölskylduna ekki hafa verið með það alveg á hreinu um hversu stórt mál væri að ræða þegar Elenu var boðið að mæta í prufu. „Við komum á svæðið og tókum allt í einu eftir öllu stressinu í kringum okkur. Þegar við sáum að stelpur voru skælandi eftir að hafa fengið neitun áttuðum við okkur á því að um eitthvað stórt mál væri að ræða,“ segir Tinna. Tveir sérfræðingar voru á svæðinu til að skoða beinabyggingu stúlknanna mjög vel því stúlkurnar í þessum hóp þurfa að hafa hana alveg fullkomna. Þrátt fyrir að þessi ballett sé mjög stórt mál fyrir ballettdansara er æfingum haldið í lágmarki. Hugmyndafræðin á bak við æfingar er að æfa ekki of mikið heldur æfa vel. Passað er vel upp á líkama stúlknanna og reynt að koma í veg fyrir meiðsl eins vel og hægt er. „Þetta er auðvitað gífurlegt tækifæri fyrir Elenu þar sem þessi ballett opnar mikla möguleika á að starfa sem ballettdansari í framtíðinni ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Tinna. linda@frettabladid.is
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira