Möðruvallahreyfingin í ljósi sögunnar 12. júlí 2010 06:00 Á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót var íslensku samfélagi breytt í siðlausan leikvang græðgi og gróða sem varð sem rjúkandi rúst er vetur gekk í garð árið 2008. Áhorfendur græðgisleikanna, alþýða manna á Íslandi, lágu eftir á berangri með óbærilega skuldabyrði vellauðugra fjárglæframanna og flokksgæðinga á bakinu. Það þurfti ekki svo að fara. Undir lok sjöunda áratugar 20. aldar og á fyrstu árum þess áttunda gerði fjölmenn og vösk sveit ungra hugsjónamanna úrslitatilraun til að tryggja að Framsóknarflokkurinn bæri fram til sigurs þá stefnu félagshyggju og samfylkingar til vinstri sem flokksþing höfðu mótað og ríflega 28% kjósenda lýst stuðningi við í Alþingiskosningum. Gegn þessu snerust hægri menn í flokknum og þegar á leið einnig helstu forystumenn hans. Um margra ára skeið var harkalega tekist á um hvort Framsóknarflokkurinn ætti að vera í fylkingarbrjósti vinstri hreyfingarinnar í landinu eða rótlaus miðflokkur sem tæki þátt í ríkisstjórn ýmist til hægri eða vinstri eftir því hver biði best á uppboðsmarkaði stjórnmálanna. Þessari baráttu SUF og Möðruvallahreyfingarinnar lyktaði með sigri hægri manna vorið 1974 þegar flokksforystan sneri baki við þeirri grundvallarstefnu sem flokkurinn hafði boðað þjóðinni mörg undanfarin ár og samþykkt var á flokksþingum, en gekk þess í stað til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um að framkvæma það í ríkisstjórn og á Alþingi sem flokkurinn hafði áður barist gegn. Sú afdrifaríka ákvörðun flokksforystunnar fyrir meira en 30 árum var upphaf þeirrar þróunar sem breytti næst stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar í smáflokk sem biðlaði ákaft til hægri á markaðstorgi valdsins. Tólf ára samfellt stjórnarsamstarf undir forystu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar lagði síðan grundvöll að óheftri græðgisvæðingu íslensks efnahagslífs. Í stað þess að Framsóknarflokkurinn hefði forystu um uppbyggingu samfélagsins eftir leiðum jafnaðar, samvinnu og lýðræðis, beittu þessi samtvinnuðu hægri öfl valdastöðu sinni til færa eignir þjóðarinnar til pólitískra einkavina og breyta fjármálalífinu í eftirlitslítið spilavíti sem á örfáum árum leiddi til hrikalegra misréttis og meiri ójafnaðar en nokkru sinni fyrr í sögu landsins, og að lokum til gjaldþrots einkavæddu bankanna og margra stórfyrirtækja sömu eigenda, en skildi almenning eftir í hrikalegum skuldaklafa. Í ljósi þeirra hræðilegu áfalla sem öfgastefna hægri manna hefur kallað yfir íslenska þjóð fannst mér í senn brýnt og tímabært að rifja upp gang þess örlagaríka stríðs sem ungir Framsóknarmenn og Möðruvallahreyfingin háðu árum saman um sál Framsóknarflokksins, en þar lögðum við mesta áherslu á eftirfarandi baráttumál: 1) Sameiningu vinstri manna. 2) Varanlega vinstri stjórn. 3) Samstarf og eflingu Samvinnuhreyfingar og Verkalýðshreyfingar. 4) Sjálfstæða utanríkisstefnu og brottför bandaríska hersins. 5) Nýja og róttæka byggðastefnu. 6) Lýðræðislegri vinnubrögð og aukinn heiðarleika í opinberu lífi. 7) Nýtt lífsgæðamat. 8) Einarða afstöðu ungs fólks í stjórnmálum. Saga þessara átaka - „Möðruvallahreyfingin – Baráttusaga“ - er væntanleg á haustmánuðum. Að grunni til er bókin byggð á samtíðargögnum af ýmsu tagi, þar á meðal minnisblöðum og dagbókum sem ég hef haldið gegnum tíðina. Einnig hef ég sótt í fróðleiksbrunn gamalla baráttufélaga, leitað fanga í skjalasafni Eysteins Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins á árunum 1962-1968 og endurnýjað kynni mín af umfjöllun fjölmiðla á sjötta og sjöunda áratugnum, en baráttan var að hluta til háð á síðum dagblaðanna. Þá hef ég skoðað liðna atburði í ljósi margvíslegra upplýsinga og rannsókna sem fram hafa komið hin síðari ár um sitthvað sem brallað var með leynd á bak við valdatjöldin. Efnisyfirlit bókarinnar er birt á nýrri vefsíðu. Slóðin er: www.modruvallahreyfingin.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót var íslensku samfélagi breytt í siðlausan leikvang græðgi og gróða sem varð sem rjúkandi rúst er vetur gekk í garð árið 2008. Áhorfendur græðgisleikanna, alþýða manna á Íslandi, lágu eftir á berangri með óbærilega skuldabyrði vellauðugra fjárglæframanna og flokksgæðinga á bakinu. Það þurfti ekki svo að fara. Undir lok sjöunda áratugar 20. aldar og á fyrstu árum þess áttunda gerði fjölmenn og vösk sveit ungra hugsjónamanna úrslitatilraun til að tryggja að Framsóknarflokkurinn bæri fram til sigurs þá stefnu félagshyggju og samfylkingar til vinstri sem flokksþing höfðu mótað og ríflega 28% kjósenda lýst stuðningi við í Alþingiskosningum. Gegn þessu snerust hægri menn í flokknum og þegar á leið einnig helstu forystumenn hans. Um margra ára skeið var harkalega tekist á um hvort Framsóknarflokkurinn ætti að vera í fylkingarbrjósti vinstri hreyfingarinnar í landinu eða rótlaus miðflokkur sem tæki þátt í ríkisstjórn ýmist til hægri eða vinstri eftir því hver biði best á uppboðsmarkaði stjórnmálanna. Þessari baráttu SUF og Möðruvallahreyfingarinnar lyktaði með sigri hægri manna vorið 1974 þegar flokksforystan sneri baki við þeirri grundvallarstefnu sem flokkurinn hafði boðað þjóðinni mörg undanfarin ár og samþykkt var á flokksþingum, en gekk þess í stað til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um að framkvæma það í ríkisstjórn og á Alþingi sem flokkurinn hafði áður barist gegn. Sú afdrifaríka ákvörðun flokksforystunnar fyrir meira en 30 árum var upphaf þeirrar þróunar sem breytti næst stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar í smáflokk sem biðlaði ákaft til hægri á markaðstorgi valdsins. Tólf ára samfellt stjórnarsamstarf undir forystu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar lagði síðan grundvöll að óheftri græðgisvæðingu íslensks efnahagslífs. Í stað þess að Framsóknarflokkurinn hefði forystu um uppbyggingu samfélagsins eftir leiðum jafnaðar, samvinnu og lýðræðis, beittu þessi samtvinnuðu hægri öfl valdastöðu sinni til færa eignir þjóðarinnar til pólitískra einkavina og breyta fjármálalífinu í eftirlitslítið spilavíti sem á örfáum árum leiddi til hrikalegra misréttis og meiri ójafnaðar en nokkru sinni fyrr í sögu landsins, og að lokum til gjaldþrots einkavæddu bankanna og margra stórfyrirtækja sömu eigenda, en skildi almenning eftir í hrikalegum skuldaklafa. Í ljósi þeirra hræðilegu áfalla sem öfgastefna hægri manna hefur kallað yfir íslenska þjóð fannst mér í senn brýnt og tímabært að rifja upp gang þess örlagaríka stríðs sem ungir Framsóknarmenn og Möðruvallahreyfingin háðu árum saman um sál Framsóknarflokksins, en þar lögðum við mesta áherslu á eftirfarandi baráttumál: 1) Sameiningu vinstri manna. 2) Varanlega vinstri stjórn. 3) Samstarf og eflingu Samvinnuhreyfingar og Verkalýðshreyfingar. 4) Sjálfstæða utanríkisstefnu og brottför bandaríska hersins. 5) Nýja og róttæka byggðastefnu. 6) Lýðræðislegri vinnubrögð og aukinn heiðarleika í opinberu lífi. 7) Nýtt lífsgæðamat. 8) Einarða afstöðu ungs fólks í stjórnmálum. Saga þessara átaka - „Möðruvallahreyfingin – Baráttusaga“ - er væntanleg á haustmánuðum. Að grunni til er bókin byggð á samtíðargögnum af ýmsu tagi, þar á meðal minnisblöðum og dagbókum sem ég hef haldið gegnum tíðina. Einnig hef ég sótt í fróðleiksbrunn gamalla baráttufélaga, leitað fanga í skjalasafni Eysteins Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins á árunum 1962-1968 og endurnýjað kynni mín af umfjöllun fjölmiðla á sjötta og sjöunda áratugnum, en baráttan var að hluta til háð á síðum dagblaðanna. Þá hef ég skoðað liðna atburði í ljósi margvíslegra upplýsinga og rannsókna sem fram hafa komið hin síðari ár um sitthvað sem brallað var með leynd á bak við valdatjöldin. Efnisyfirlit bókarinnar er birt á nýrri vefsíðu. Slóðin er: www.modruvallahreyfingin.com.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun