Lífið

Catherine Zeta-Jones biðst afsökunar

Catherine á sviðinu þar sem hún benti á Michael: „Ég fæ að sofa hjá honum á hverju kvöldi.“
Catherine á sviðinu þar sem hún benti á Michael: „Ég fæ að sofa hjá honum á hverju kvöldi.“

Leikkonan Catherine Zeta-Jones hefur beðist afsökunar á ummælum sínum á Tony-verðlaununum sem fram fór um helgina en verðlaunin eru nokkurskonar Óskarsverðlaun fyrir bandarískt leikhúsfólk.

Catherine var verðlaunuð fyrir leik sinn í söngleiknum A Little Night Music. Í þakkaræðu sinni fór hún um víðan völl en í lokinn benti hún á eiginmann sinn Michael Douglas og sagði: „Sjáiði manninn þarna? Hann er kvikmyndastjarna og ég fæ að sofa hjá honum á hverju kvöldi."

Catherine segir að ummælin hafi verið gróf og ekki sæmandi konu í hennar stöðu. Hvað sem því líður þá virtust ummælin ekki fara fyrir brjóstið á viðstöddum og allra síst Michael Douglas. Þau hafa verið gift í tíu ár. Hann er 66 ára gamall.

Hér er hægt að sjá þakkarræðu Catherine frá því um helgina. Ágætis upphitun fyrir Grímuverðlaunin í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.