Staða ungs fólks áhyggjuefni Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2010 06:00 Atvinnuleysi meðal ungs fólks er áhyggjuefni. Við erum að missa unga fólkið af landi brott en flestir þeirra sem flust hafa í burtu eru á aldrinum 25–29 ára sem er einmitt fjölmennasti aldurshópurinn á atvinnuleysisskrá, eða um 30,5% allra atvinnulausra. Þetta er verulegt áhyggjuefni enda mannauðurinn ein helsta auðlind okkar. Þessar tölur eru skýr skilaboð um að ungt fólk er að sækja sín atvinnutækifæri utan landsteinanna sem þýðir aftur að fjöldi fólks metur það svo að það sé ákjósanlegra að búa annars staðar. Ísland á að vera ákjósanlegur staður fyrir ungt fólk að búa á og við verðum að búa svo um hnútana að það finni kröftum sínum farveg hér heima. Atvinnumálin þola enga bið, ef ekkert verður að gert blasir við að þeim mun fjölga sem velja að flytjast af landi brott. Við stöndum frammi fyrir því að aldrei hafa jafn margir flutt frá landinu og á síðasta ári en 4.835 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887. Ef opinberar spár ganga eftir munu Íslendingar þurfa að horfast í augu við aukið atvinnuleysi á árinu verði ekki gripið í taumana. Ef ekkert verður að gert mun atvinnuleysi aukast í 10-11% á árinu. Þróunin á vinnumarkaðinum er grafalvarleg en samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fækkaði störfum um 11 þúsund á milli áranna 2008-2009 og meðalvinnustundum fækkaði um rúmlega 10% sem gefur sterka vísbendingu um minni verðmætasköpun í hagkerfinu. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum í uppbyggingu atvinnulífsins og samfélagsins því nú ríður á að sköpuð verði ný störf og atvinnuleysi útrýmt. Efnahagsleg endurreisn hefur gengið hægar en vonir stóðu til. Það er því löngu orðið tímabært að stjórnmálamenn horfi til framtíðar og vinni saman að því finna lausnir á þeim vanda sem við blasir og móti skýra framtíðarsýn þannig að Ísland verði áfram ákjósanlegur staður fyrir ungt fólk að búa á. Höfundur er varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi meðal ungs fólks er áhyggjuefni. Við erum að missa unga fólkið af landi brott en flestir þeirra sem flust hafa í burtu eru á aldrinum 25–29 ára sem er einmitt fjölmennasti aldurshópurinn á atvinnuleysisskrá, eða um 30,5% allra atvinnulausra. Þetta er verulegt áhyggjuefni enda mannauðurinn ein helsta auðlind okkar. Þessar tölur eru skýr skilaboð um að ungt fólk er að sækja sín atvinnutækifæri utan landsteinanna sem þýðir aftur að fjöldi fólks metur það svo að það sé ákjósanlegra að búa annars staðar. Ísland á að vera ákjósanlegur staður fyrir ungt fólk að búa á og við verðum að búa svo um hnútana að það finni kröftum sínum farveg hér heima. Atvinnumálin þola enga bið, ef ekkert verður að gert blasir við að þeim mun fjölga sem velja að flytjast af landi brott. Við stöndum frammi fyrir því að aldrei hafa jafn margir flutt frá landinu og á síðasta ári en 4.835 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887. Ef opinberar spár ganga eftir munu Íslendingar þurfa að horfast í augu við aukið atvinnuleysi á árinu verði ekki gripið í taumana. Ef ekkert verður að gert mun atvinnuleysi aukast í 10-11% á árinu. Þróunin á vinnumarkaðinum er grafalvarleg en samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fækkaði störfum um 11 þúsund á milli áranna 2008-2009 og meðalvinnustundum fækkaði um rúmlega 10% sem gefur sterka vísbendingu um minni verðmætasköpun í hagkerfinu. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum í uppbyggingu atvinnulífsins og samfélagsins því nú ríður á að sköpuð verði ný störf og atvinnuleysi útrýmt. Efnahagsleg endurreisn hefur gengið hægar en vonir stóðu til. Það er því löngu orðið tímabært að stjórnmálamenn horfi til framtíðar og vinni saman að því finna lausnir á þeim vanda sem við blasir og móti skýra framtíðarsýn þannig að Ísland verði áfram ákjósanlegur staður fyrir ungt fólk að búa á. Höfundur er varaþingmaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar