Erlent

Páfinn bað þolendur kynferðisofbeldis afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt páfi sextándi baðst í morgun afsökunar á barnamisnotkun sem hefur átt sér stað innan kaþólsku kirkjunnar á Írlandi á liðnum árum.

Sky fréttastofan segir að margir hafi beðið eftir þessari afsökunarbeiðni. Þolendur ofbeldisins vilji ekki einungis heyra afsökunarbeiðni vegna ofbeldisins heldur einnig að kaþólska kirkjan biðjist afsökunar á því að hafa reynt að leyna ofbeldinu.

Páfinn sagði að traust gagnvart þeim sem hefðu þolað ofbeldið hefði verið rofið. Sama ætti við um fjölskyldur þeirra. Ekkert væri hægt að gera til þess að taka til baka þær misgjörðir sem þolendur hefðu verið beittir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×