Erlent

Forsætisráðherra Grikklands óttast ekki greiðsluþrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, óttast ekki greiðsluþrot. Mynd/ AFP.
Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, óttast ekki greiðsluþrot. Mynd/ AFP.
Grikkir hafa stigið nauðsynleg skref til þess að takast á við fjárlagahalla ríkissjóðs og munu ekki lenda í greiðsluþroti, segir Andreas Papandreou, forsætisráðherra landsins.

Grikkland væntir aðstoðar frá Evrópusambandinu til þess að takast á við skuldavandræði ríkisins. Gert er ráð fyrir að leiðtogar Evrópusambandsins hittist í Brussel 25. mars næstkomandi til að fara yfir stöðuna.

Grikkir segja að hugsanlega þurfi þeir að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef viðunandi laust á vanda þeirra finnst ekki á vettvangi Evrópusambandsins.

Reuters greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×