Erlent

Flóð kosta 29 manns lífið í Víetnam

Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið í miklum flóðum í miðhluta Víetnam undanfarna daga.

Sjö manns er saknað og níu liggja slasaðir en flóðin hafa skemmt eða eyðilagt um 70.000 hús á svæðinu.

Stjórnvöld í Víetnam hafa ákveðið að senda herlið til flóðasvæðisins og á það að aðstoða björgunarmenn auk þess að koma upp neyðarskýlum fyrir það fólk sem er á vergangi eftir flóðin.

Úrkoma hefur verið mikil í Víetnam að undanförnu eða um tvöfalt meiri en í venjulegu árferði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×