Erlent

Þúsund kennarar reknir fyrir misnotkun

Óli Tynes skrifar
Skólabörn í Afríku eru oft auðveld bráð.
Skólabörn í Afríku eru oft auðveld bráð.

Yfir eittþúsund kennarar hafa verið reknir úr starfi í Kenya á síðustu tveim árum fyrir kynferðislega misnotkun á skólastúlkum. Stúlkurnar voru á aldrinum 12-15 ára og margar þeirra urðu ófrískar eftir kennara sína. Á fréttavef BBC segir að flestir kennararnir sem voru reknir hafi verið í skólum á landsbyggðinni.

BBC vitnar í Brian Weke sem veitir forstöðu stofnun sem heitir Cradle, eða Vaggan. Hún reynir að gæta hagsmuna barna. Weke nefnir sem dæmi um slæmt ástand að á síðasta ári hafi hann heimsótt skóla í Nyanza héraði. Þar voru yfir tuttugu stúlkur ófrískar og helmingur þeirra eftir kennara sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×