Erlent

Húgó sakar Bandaríkin um rafeindastríð

Óli Tynes skrifar
Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela.

Hugo Chavez forseti Venesúela sakaði í dag Bandaríkin um að reka rafeindastríð gegn landi sínu.

Hann sagði að bandarísk herflugvél hefði tekið á loft frá flugvelli í Kólumbíu og flogið meðfram landamærum ríkjanna í þessum tilgangi.

Sambúð Kólumbíu og Venesúela hefur verið stirð í mörg ár og Chavez hatar náttúrlega Bandaríkjamenn eins og pestina.

Hann hefur tekið því mjög illa að stjórnvöld í Kólumbíu ákváðu ekki alls fyrir löngu að leyfa bandarískum herflugvélum aukinn aðgang að flugvöllum landsins.

Bandaríkjamenn eru meðal annars að aðstoða Kólumbíu í baráttunni gegn eiturlyfjabarónum.

Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Kólumbíu sagði um ásakanir Chavez að Kólumbía og Bandaríkin hefðu með sér margvíslega samvinnu, þar með talið eftirlitsflug.

Landamæri annarra ríkja væru þó ævinlega virt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×