Erlent

Bond vill hvalveiðibann

Pierce Brosnan lék James Bond í fjórum kvikmyndum.
Pierce Brosnan lék James Bond í fjórum kvikmyndum. Mynd/AFP

Fyrrum Bondstjarnan Pierce Brosnan segir mikilvægt að alþjóðsamfélagið leggist alfarið gegn hvalveiðum. Hann segir ekki hægt réttlæta dráp á hvölum. Leikarinn vonast til þess að ný heimildarmynd sem Disney framleiddi og hann léði rödd sína í verði til þess að fleiri láti sig málið varða.

Á síðasta ári fundaði Brosnan með embættismönnum í Hvíta húsinu um hvalveiðar. Hann vill að bandaríska ríkisstjórnin hefji nú þegar viðræður við Norðmenn, Japani og Íslendinga um friðun hvala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×