Stjórnarskrá Íslands hefur sannað gildi sitt – standa þarf vörð um hana Tryggi Hjaltason skrifar 24. nóvember 2010 11:52 Það að stjórnarskrá Íslands sé gömul og einföld er ekki veikleiki, þvert á móti sýnir það hversu vel hún þolir tímans tönn. Hvenær hafa stór og smá vandamál íslensku þjóðarinnar í gegnum tíðina verið rakin til stjórnarskráarinnar? Mikilvægt er að greina á milli stjórnarskráar og lagabálka. Stjórnarskrá er ætlað að endast í tugi ef ekki hundraði ára og á að vera þannig gerð að um hana skapist sátt og hægt sé að byggja lög landsins og réttindi þegna þess á. Þess vegna er mikilvægt að flækja stjórnarskrána ekki um of og að setja ekki ákvæði þangað sem ættu frekar heima annars staðar. Förum varlega í allar breytingartillögur á stjórnarskrá Íslands, þessu mikilvægasta skjali okkar. Veljum rétt fólk til þess að endurskoða hana, fólk sem mun ganga til leiks af yfirvegun og fagmennsku. Ég tel að eftirfarandi punktar séu mikilvægar og standa beri vörð um. Að: Góðum ákvæðum stjórnarskráarinnar og grundvallargildum sé ekki breytt í flýti eða reiði. Stjórnarskráin sé skýr og auðskilin og gefur ekki rými til mistúlkunar. Hlutverk forseta sé skýrt og ótvírætt. Ríkisstjórn séu sett valdmörk til að tryggja réttindi borgaranna. Stjórn Íslendinga á eigin málum sé tryggð með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Stjórnskipanin verður að tryggja réttaröryggi og stöðugleika við meðferð ríkisvalds og pólitíska kerfið á Íslandi verður að endurspegla vilja þjóðarinnar. Stuðlað sé að sátt um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar með sjálfbæra og arðbæra nýtingu að leiðarljósi. Ef þú ert sammála ofangreindum punktum, þá bið ég þig að íhuga það að kjósa mig til stjórnlagaþings 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það að stjórnarskrá Íslands sé gömul og einföld er ekki veikleiki, þvert á móti sýnir það hversu vel hún þolir tímans tönn. Hvenær hafa stór og smá vandamál íslensku þjóðarinnar í gegnum tíðina verið rakin til stjórnarskráarinnar? Mikilvægt er að greina á milli stjórnarskráar og lagabálka. Stjórnarskrá er ætlað að endast í tugi ef ekki hundraði ára og á að vera þannig gerð að um hana skapist sátt og hægt sé að byggja lög landsins og réttindi þegna þess á. Þess vegna er mikilvægt að flækja stjórnarskrána ekki um of og að setja ekki ákvæði þangað sem ættu frekar heima annars staðar. Förum varlega í allar breytingartillögur á stjórnarskrá Íslands, þessu mikilvægasta skjali okkar. Veljum rétt fólk til þess að endurskoða hana, fólk sem mun ganga til leiks af yfirvegun og fagmennsku. Ég tel að eftirfarandi punktar séu mikilvægar og standa beri vörð um. Að: Góðum ákvæðum stjórnarskráarinnar og grundvallargildum sé ekki breytt í flýti eða reiði. Stjórnarskráin sé skýr og auðskilin og gefur ekki rými til mistúlkunar. Hlutverk forseta sé skýrt og ótvírætt. Ríkisstjórn séu sett valdmörk til að tryggja réttindi borgaranna. Stjórn Íslendinga á eigin málum sé tryggð með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Stjórnskipanin verður að tryggja réttaröryggi og stöðugleika við meðferð ríkisvalds og pólitíska kerfið á Íslandi verður að endurspegla vilja þjóðarinnar. Stuðlað sé að sátt um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar með sjálfbæra og arðbæra nýtingu að leiðarljósi. Ef þú ert sammála ofangreindum punktum, þá bið ég þig að íhuga það að kjósa mig til stjórnlagaþings 2010.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar