Verum virk – Kjósum til stjórnlagaþings Jón Bjarni Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 11:50 Heil og sæl. Næstkomandi laugardag þ. 27 nóvember verður kosið til stjórnlagaþings. Ég vil hvetja ykkur öll til að mæta á kjörstað og stuðla að góðri kosningaþáttöku, því í mínum huga er þetta einstakt tækifæri fyrir okkur, til að hafa áhrif á okkar þjóðfélag, án þess að vera bundin stjórnmálaflokki eða hagsmunasamtökum. Góð kosningaþáttaka mun gefa störfum stjórnlagaþings meira vægi gagnvart Alþingi, þegar endurbætt stjórnarskrá verður lögð þar fram til samþykktar. Einnig mun það sýna stjórnvöldum að við látum það koma okkur við, hvernig stjórnskipun er háttað í landinu okkar. Okkur er ekki sama. Það er ljóst að erfitt er að velja úr öllum þessum fjölda frambjóðenda, og nær ógjörningur er að kynna sér þá alla. Vil ég því hvetja ykkur til að vera dugleg við að benda hvort öðru á þá frambjóðendur sem þið treystið, og sem þið teljið vera verðuga fulltrúa okkar á þingið. Ég er þess fullviss að okkur takist að velja 25 fulltrúa sem hafa það eitt að markmiði, að semja skýra stjórnarskrá sem tryggir okkur réttlát og heiðarleg stjórnvöld hverju sinni. Stjórnarskrána þarf að orða á þann hátt að hún sé öllum skiljanleg. Í dag er það ekki einfalt verk að túlka hana, því bæði þarf að skoða ýmsar lagagreinar, dóma, og jafnvel fylgirit, til að vita hvað stjórnarskráin í raun stendur fyrir. Því tel ég að leggja þurfi mikla vinnu í endurbætur á stjórnarskránni og orða hana á skýran og skiljanlegan hátt. Vonast ég til að orðalag og innihald stjórnarskrárinnar verði það skýrt og óumdeilt, eftir breytingar, að við getum áfram kosið yfir okkur misvitra þingmenn, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þeir geti klúðrað okkar landi aftur. Það er enginn vafi í mínum huga að endurbætt stjórnarskrá, muni tryggja betur okkar mannréttindi, eignarrétt auðlinda okkar og betri stjórnsýslu. Það er sama hvaða starf við tökum að okkur, við eigum að sinna því af metnaði og virðingu, því starfið er alltaf sameiginlegir hagsmunir starfsmanns og vinnuveitanda. Hvorugur þrífst án hins. Vonandi mun það sjónarmið endurspeglast í störfum stjórnlagaþings, að unnið verði að hagsmunum þjóðarinnar í heild. Mætum á kjörstað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Heil og sæl. Næstkomandi laugardag þ. 27 nóvember verður kosið til stjórnlagaþings. Ég vil hvetja ykkur öll til að mæta á kjörstað og stuðla að góðri kosningaþáttöku, því í mínum huga er þetta einstakt tækifæri fyrir okkur, til að hafa áhrif á okkar þjóðfélag, án þess að vera bundin stjórnmálaflokki eða hagsmunasamtökum. Góð kosningaþáttaka mun gefa störfum stjórnlagaþings meira vægi gagnvart Alþingi, þegar endurbætt stjórnarskrá verður lögð þar fram til samþykktar. Einnig mun það sýna stjórnvöldum að við látum það koma okkur við, hvernig stjórnskipun er háttað í landinu okkar. Okkur er ekki sama. Það er ljóst að erfitt er að velja úr öllum þessum fjölda frambjóðenda, og nær ógjörningur er að kynna sér þá alla. Vil ég því hvetja ykkur til að vera dugleg við að benda hvort öðru á þá frambjóðendur sem þið treystið, og sem þið teljið vera verðuga fulltrúa okkar á þingið. Ég er þess fullviss að okkur takist að velja 25 fulltrúa sem hafa það eitt að markmiði, að semja skýra stjórnarskrá sem tryggir okkur réttlát og heiðarleg stjórnvöld hverju sinni. Stjórnarskrána þarf að orða á þann hátt að hún sé öllum skiljanleg. Í dag er það ekki einfalt verk að túlka hana, því bæði þarf að skoða ýmsar lagagreinar, dóma, og jafnvel fylgirit, til að vita hvað stjórnarskráin í raun stendur fyrir. Því tel ég að leggja þurfi mikla vinnu í endurbætur á stjórnarskránni og orða hana á skýran og skiljanlegan hátt. Vonast ég til að orðalag og innihald stjórnarskrárinnar verði það skýrt og óumdeilt, eftir breytingar, að við getum áfram kosið yfir okkur misvitra þingmenn, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þeir geti klúðrað okkar landi aftur. Það er enginn vafi í mínum huga að endurbætt stjórnarskrá, muni tryggja betur okkar mannréttindi, eignarrétt auðlinda okkar og betri stjórnsýslu. Það er sama hvaða starf við tökum að okkur, við eigum að sinna því af metnaði og virðingu, því starfið er alltaf sameiginlegir hagsmunir starfsmanns og vinnuveitanda. Hvorugur þrífst án hins. Vonandi mun það sjónarmið endurspeglast í störfum stjórnlagaþings, að unnið verði að hagsmunum þjóðarinnar í heild. Mætum á kjörstað
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar