Þjóðarsátt um skuldir 5. júlí 2010 06:00 Þjóðarsátt er orð sem oft hefur verið notað á síðustu mánuðum og ekki að ástæðulausu. Eftir hrunið eru margir ósáttir enda hefur hallað á fjölda fólks og því er þörf á þjóðarsátt. Nú hefur Hæstiréttur kaghýtt lánafyrirtæki með dómi sínum um gengistryggð lán. Í framhaldi af þessu hafa Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn komið með leiðbeinandi vinnulag um breytt greiðslufyrirkomulag lánanna. Og allt logar nú út af þessum „leiðbeinandi" gerningi. Ég er viss um að flestir sem tóku gengislánin hafi alls ekki hugsað sér að þurfa að greiða eins mikið og þeir hafa verið krafðir um. Ég er líka viss um að þeir hafi ekki heldur reiknað með að greiða jafnlítið og dómurinn kveður á um. Samt eru margir skuldarar ófúsir að hvika frá dómi Hæstaréttar og sjá enga ástæðu til koma til móts við lánafyrirtækin eftir þá óbilgirni sem að minnsta kosti einhver þeirra hafa sýnt og á tíðum fyrirlitleg vinnubrögð sem fréttir hafa greint frá. Fram undan er löng og ströng umræða og málaferli á málaferli ofan. Ríkisstjórnin er farin að gefa í skyn að samfélagið ráði illa við niðurstöðu dómsins og þess vegna hafi Seðlabankinn og FME brugðist svona við. Og auðvitað vekur það manni ugg ef sækja þarf meiri pening til ríkiskassans, með mikilli hættu á því að teygja velferðarkerfisins slitni. Þess vegna spyr ég: Getum við búið til einhvers konar þjóðarsátt um skuldirnar. Geta skuldarar þessa lands fallist á það að öll lán til húsnæðiskaupa og bílakaupa verði aðeins einnar gerðar með lagasetningu? Væri til dæmis hægt að lækka verðbótalánin og hækka gengislánin á einhvers konar miðlínu sem dregin er á milli verðtryggðu lánanna og gengislánanna eftir dóm Hæstaréttar. Þau átök og endalausu málaferli sem framundan eru um öll þessi lán geta orðið að ógn við allsherjarreglu og frið í samfélagi okkar. Ég hvet til þess að leitað verði sátta og samkomulags í mikilli einlægni og að Alþingi og ríkisstjórn geri sitt til þess að vinna að því í góðu samráði við þau samtök sem stofnuð hafa verið til varnar heimilum og skuldurum þessa lands. Já, mikið held ég að margir yrðu fegnir ef hægt væri að klára þetta mál með ásættanlegri og viðráðanlegri lausn sem áreiðanlega er til. Að við gætum gert alvöru þjóðarsátt í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er orð sem oft hefur verið notað á síðustu mánuðum og ekki að ástæðulausu. Eftir hrunið eru margir ósáttir enda hefur hallað á fjölda fólks og því er þörf á þjóðarsátt. Nú hefur Hæstiréttur kaghýtt lánafyrirtæki með dómi sínum um gengistryggð lán. Í framhaldi af þessu hafa Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn komið með leiðbeinandi vinnulag um breytt greiðslufyrirkomulag lánanna. Og allt logar nú út af þessum „leiðbeinandi" gerningi. Ég er viss um að flestir sem tóku gengislánin hafi alls ekki hugsað sér að þurfa að greiða eins mikið og þeir hafa verið krafðir um. Ég er líka viss um að þeir hafi ekki heldur reiknað með að greiða jafnlítið og dómurinn kveður á um. Samt eru margir skuldarar ófúsir að hvika frá dómi Hæstaréttar og sjá enga ástæðu til koma til móts við lánafyrirtækin eftir þá óbilgirni sem að minnsta kosti einhver þeirra hafa sýnt og á tíðum fyrirlitleg vinnubrögð sem fréttir hafa greint frá. Fram undan er löng og ströng umræða og málaferli á málaferli ofan. Ríkisstjórnin er farin að gefa í skyn að samfélagið ráði illa við niðurstöðu dómsins og þess vegna hafi Seðlabankinn og FME brugðist svona við. Og auðvitað vekur það manni ugg ef sækja þarf meiri pening til ríkiskassans, með mikilli hættu á því að teygja velferðarkerfisins slitni. Þess vegna spyr ég: Getum við búið til einhvers konar þjóðarsátt um skuldirnar. Geta skuldarar þessa lands fallist á það að öll lán til húsnæðiskaupa og bílakaupa verði aðeins einnar gerðar með lagasetningu? Væri til dæmis hægt að lækka verðbótalánin og hækka gengislánin á einhvers konar miðlínu sem dregin er á milli verðtryggðu lánanna og gengislánanna eftir dóm Hæstaréttar. Þau átök og endalausu málaferli sem framundan eru um öll þessi lán geta orðið að ógn við allsherjarreglu og frið í samfélagi okkar. Ég hvet til þess að leitað verði sátta og samkomulags í mikilli einlægni og að Alþingi og ríkisstjórn geri sitt til þess að vinna að því í góðu samráði við þau samtök sem stofnuð hafa verið til varnar heimilum og skuldurum þessa lands. Já, mikið held ég að margir yrðu fegnir ef hægt væri að klára þetta mál með ásættanlegri og viðráðanlegri lausn sem áreiðanlega er til. Að við gætum gert alvöru þjóðarsátt í þessu máli.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun