Erlent

Aðstoð ESB fer illa í fólk

pearson Svarinn andstæðingur ESB segir Þjóðverja vera að átta sig á því að ráðamenn hafa svikið loforð sín. Fréttablaðið/AFP
pearson Svarinn andstæðingur ESB segir Þjóðverja vera að átta sig á því að ráðamenn hafa svikið loforð sín. Fréttablaðið/AFP
Rétt rúmur helmingur Þjóðverja vill skipta evrunni út og taka þýska markið upp að nýju. Þetta eru niðurstöður könnunar alþjóðlega markaðsrannsóknarfyrirtækisins Ipsos.

Einungis þrír af hverjum tíu sem þátt tóku í könnuninni vilja halda í evruna en átján prósent eru óákveðin hvað skuli gera. Þetta er þvert á niðurstöður kannana á vegum Evrópusambandsins (ESB) frá í febrúar, en þá voru 66 prósent Þjóðverja fylgjandi evruaðild. Ekki kemur fram í erlendum fjölmiðlum fyrir hvern Ipsos gerði könnunina.

Helsta ástæða viðsnúningsins mun vera dýr fjárhagsstuðningur við þau evruríki sem standa illa, þar á meðal Grikkland. Þeir þátttakendur í könnun Ipsos sem vilja sjá markið á ný telja að kostnaðurinn muni falla á skattgreiðendur.

Breska dagblaðið Telegraph segir þátttakendur í könnuninni sem séu komnir yfir miðjan aldur í meirihluta þeirra sem sakni þýska marksins, eða 56 prósent. Það hefur eftir Pearson lávarði, formanni breska Sjálfstæðisflokksins sem andsnúinn er aðild Bretlands að ESB, að fólk sé nú að átta sig á því að ráðamenn efnahagsbandalagsins hafi svikið sig.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×