Var erlendum sparifjáreigendum mismunað í raun? Ólafur Elíasson, Eiríkur S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson og Jóhannes Þ. Skúlason skrifa 18. desember 2010 06:00 Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar