Erlent

Churchill á toppinn í poppinu

Óli Tynes skrifar
Winston Churchill. Ekki kannski popplega vaxinn sem samt á leið á toppinn.
Winston Churchill. Ekki kannski popplega vaxinn sem samt á leið á toppinn.

Safnplata með Winston Churchill fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands er að nálgast toppinn á vinsældalistanum í Bretlandi. Platan heitir Reach For The Skies, sem þýða mætti Teygið ykkur til himins. Hún er gefin út í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá orrustunni um Bretland.

Í þeirri orrustu hindraði breski flugherinn að sá þýski næði yfirráðum í lofti, sem hefði opnað leiðina fyrir innrás Þjóðverja í Bretland. Í tilefni af því sagði Churchill á sínum tíma í frægri ræðu: „Aldrei hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mikið að þakka."

Þessi ræða Churchills er á plötunni við undirleik hljómsveitar breska flughersins. Þar er einnig ræða hans um: „Their finest hour."

Þessari plötu hefur verið svo vel tekið að hún hefur selst meira en ný albúm frá Eric Clapton, David Bowie og Neil Young. Hún er nú í fjórða sæti á popp-listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×