Erlent

Endurtaka þarf forsetakosningarnar í Brasilíu

Þvert á skoðanakannanir þarf að kjósa aftur í forsetakosningunum í Brasilíu. Dilma Rouseff, frambjóðandi stjórnarflokksins, náði ekki yfir 50% atkvæða eða hreinum meirihluta eins og henni var spáð.

Rouseff fékk 47% atkvæða en José Serra fylkisstjóri í Sao Paulo keppinautur hennar fékk 33%. Endurkosið verður eftir fjórar vikur.

Athygli vakti að alvöru trúður, Francisco Oliveira Silva náði kosningu á þing landsins í kosningunum sem fram fóru í gær. Hann náði kjöri í Sao Paulo með yfir 1,3 miljónir atkvæða eða ríflega tvöfalt fleiri en næsti maður. Silva rak kosningabaráttu sína undir slagorðunum: "Lengi getur vont versnað".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×