Erlent

Verið velkomin öll

Óli Tynes skrifar
Kóreskir lögreglumenn æfa fyrir G-20 ráðstefnuna.
Kóreskir lögreglumenn æfa fyrir G-20 ráðstefnuna. Mynd/AP

G-20 iðnveldin halda ráðstefnu í Seoul í Suður-Kóreu um miðjan þennan mánuð. Það er orðin hefð fyrir mótmælum á slíkum ráðstefnum og kóreskir lögreglumenn ætla að vera við öllu búnir. Á meðfylgjandi mynd æfa þeir innrás í hús til þess að frelsa gísla.

Til iðveldanna tuttugu teljast Argentína, Ástralía, Brasilía, Kanada, Kína, Frakkland, Þýskaland, Indland, Indónesía, Ítalía, Japan, Mexíkó Rússland, Saudi-Arabía, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Tyrkland, Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×