Pólitískt skipað í stöður? Margrét Björnsdóttir skrifar 4. október 2010 06:00 Ef stjórnmálamenn hefðu átt að læra eitthvað af hruninu, þá var það, að velja ekki í embætti samkvæmt flokkspólitískum sjónarmiðum. Embættismennirnir Davíð Oddsson, Finnur Ingólfsson og Páll Gunnar Pálsson voru allir skipaðir í embætti út frá flokkspólitískum sjónarmiðum, en ekki hæfni. Allir áttu þeir þátt í að reisa íslensku þjóðinni bálköst í formi einkavædds bankakerfis, með liðónýtu slökkviliði. Ögmundur Jónasson, sem í liðinni viku tók þátt í því leikriti að skipa pólitískan aðstoðarmann Jóns Bjarnasonar í eftirsótt embætti í ráðuneyti Jóns, sagði; „ráðningin er á mína ábyrgð, ég svara einn fyrir það," þegar hann var spurður í Fréttablaðinu sl. laugardag um hverjir hafi lagt mat á hæfi hinna þrettán umsækjenda. Á Eyjunni bætir hann síðan við: „Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur." Hann vildi þó ekki svara því hverjir í ráðuneytinu lögðu mat á hæfi umsækjendanna. Frekari skýringar telur hann sig ekki skulda íslenskum almenningi. Er þetta ekki sama leikritið og þegar Árni Mathiesen var látinn skipa son Davíðs Oddssonar í dómaraembætti, í stað Björns Bjarnasonar, þvert á niðurstöður valnefndar? Ráðherra er vanhæfur vegna tengsla við tiltekinn umsækjanda og flokksbróðir beggja tekur hlutverkið að sér, til að tryggja hlutleysi. Hver tekur mark á svona? Af hverju í ósköpunum er ekki drifið í því að samþykkja fyrirliggjandi tillögur um ráðningar hjá hinu opinbera, sem koma eiga í veg fyrir svona. Með skipan óháðra valnefnda og verulega eða algera takmörkun á möguleikum til pólitískrar íhlutunar, eins og loks var gert sl. vetur varðandi ráðningar dómara. Af hverju eru ekki settar reglur sem heimila ráðherrum að ráða sér tímabundið pólitískt valda upplýsingafulltrúa og sérfræðinga. Þeir þurfa á þeim að halda, eru stöðugt að ráða sér einhverja slíka, án þess að hafa til þess lagaheimildir og fá reglulega bágt fyrir hjá umboðsmanni Alþingis, ákúrur í fjölmiðlum og uppskera fyrirlitningu hjá þrautpíndum íslenskum almenningi. Nú er hafin önnur umferð hjá Íbúðalánasjóði, mögulega til að reyna að koma Framsóknarkandídatinum í embættið. Vonandi hlutast nýr ráðherra til um ráðningarferli sem tryggir, að hæfasti umsækjandinn verði ráðinn. Íslenskt samfélag er að liðast í sundur m.a. vegna vantrausts á stjórnmálamönnum, flokkspólitískar ráðningar eru olía á þann eld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ef stjórnmálamenn hefðu átt að læra eitthvað af hruninu, þá var það, að velja ekki í embætti samkvæmt flokkspólitískum sjónarmiðum. Embættismennirnir Davíð Oddsson, Finnur Ingólfsson og Páll Gunnar Pálsson voru allir skipaðir í embætti út frá flokkspólitískum sjónarmiðum, en ekki hæfni. Allir áttu þeir þátt í að reisa íslensku þjóðinni bálköst í formi einkavædds bankakerfis, með liðónýtu slökkviliði. Ögmundur Jónasson, sem í liðinni viku tók þátt í því leikriti að skipa pólitískan aðstoðarmann Jóns Bjarnasonar í eftirsótt embætti í ráðuneyti Jóns, sagði; „ráðningin er á mína ábyrgð, ég svara einn fyrir það," þegar hann var spurður í Fréttablaðinu sl. laugardag um hverjir hafi lagt mat á hæfi hinna þrettán umsækjenda. Á Eyjunni bætir hann síðan við: „Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur." Hann vildi þó ekki svara því hverjir í ráðuneytinu lögðu mat á hæfi umsækjendanna. Frekari skýringar telur hann sig ekki skulda íslenskum almenningi. Er þetta ekki sama leikritið og þegar Árni Mathiesen var látinn skipa son Davíðs Oddssonar í dómaraembætti, í stað Björns Bjarnasonar, þvert á niðurstöður valnefndar? Ráðherra er vanhæfur vegna tengsla við tiltekinn umsækjanda og flokksbróðir beggja tekur hlutverkið að sér, til að tryggja hlutleysi. Hver tekur mark á svona? Af hverju í ósköpunum er ekki drifið í því að samþykkja fyrirliggjandi tillögur um ráðningar hjá hinu opinbera, sem koma eiga í veg fyrir svona. Með skipan óháðra valnefnda og verulega eða algera takmörkun á möguleikum til pólitískrar íhlutunar, eins og loks var gert sl. vetur varðandi ráðningar dómara. Af hverju eru ekki settar reglur sem heimila ráðherrum að ráða sér tímabundið pólitískt valda upplýsingafulltrúa og sérfræðinga. Þeir þurfa á þeim að halda, eru stöðugt að ráða sér einhverja slíka, án þess að hafa til þess lagaheimildir og fá reglulega bágt fyrir hjá umboðsmanni Alþingis, ákúrur í fjölmiðlum og uppskera fyrirlitningu hjá þrautpíndum íslenskum almenningi. Nú er hafin önnur umferð hjá Íbúðalánasjóði, mögulega til að reyna að koma Framsóknarkandídatinum í embættið. Vonandi hlutast nýr ráðherra til um ráðningarferli sem tryggir, að hæfasti umsækjandinn verði ráðinn. Íslenskt samfélag er að liðast í sundur m.a. vegna vantrausts á stjórnmálamönnum, flokkspólitískar ráðningar eru olía á þann eld.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun