Tölvuglæpir - enginn er óhultur Ólafur Róbert Rafnsson skrifar 10. júní 2010 06:00 Alþjóðlegir glæpahringir og hryðjuverkasamtök hafa verið iðnir við að tileinka sér og nýta nýjustu upplýsingatækni. Það getur haft bein áhrif á fyrirtæki og jafnvel einstaklinga um allan heim. Tölvuglæpir beinast ekki einungis að stórum fyrirtækjum og stofnunum. Oft er ráðist til atlögu þar sem fólk telur sig vera algjörlega óhult. Nærtækt dæmi eru samfélagsvefir á borð við Facebook sem njóta gífurlegra vinsælda. Með aukinni notkun slíkra vefja munu glæpamenn sækja í þá í auknum mæli enda eru einstaklingar oft berskjaldaðri á Netinu en í raunheimum. Samskipti á þessum vefjum byggjast á trausti. Notendur eru til dæmis líklegri til að opna óæskilega vefslóða frá „vini" en að hleypa ókunnugum inn á heimili sitt eða vinnustað. Fjölmörg dæmi eru um að í WEB 2.0 sem t.a.m. Facebook byggir á leynist svokallaðir trójuhestar, sem notendur hleypa óafvitandi inn í tölvur sínar. Þeir eru notaðir til að stela aðgangsupplýsingum, til dæmis að heimabönkum. Hugbúnaður sem dulkóðar gögn er notaður til fjárkúgunar og svo framvegis. Það er raunverulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir óprúttna aðila að nota Facebook sem vettvang fyrir tölvuglæpi og því ekki við öðru að búast en að tíðni slíkra glæpa muni fara vaxandi. Tölvupóstur er einnig gríðarlega mikið notaður sem vettvangur óprúttinna aðila til að komast yfir aðgangsorð einstaklinga og ýmsar upplýsingar sem geta verið viðkvæmar. Tölvuþrjótar eru líka stöðugt að færa út kvíarnar. Þótt hugbúnaður frá Microsoft hafi til þessa trónað efst á listanum yfir þann hugbúnað sem vinsælast er að hakka, bendir allt til þess að hugbúnaður frá Adobe, og þá ekki síst Adobe Reader og Flash, muni fljótlega verma efsta sætið. Svokölluð Botnet eru með þróuðustu tólum sem tölvuglæpamenn nota en það er heiti á neti tölva sem nýtt er til að fremja tölvuárásir yfirleitt án þess að eigendur tölvanna geri sér grein fyrir að verið sé að nýta þær í vafasömum tilgangi. Botnetin eru mikið notuð til að senda svokölluð SPAM en talið er að mikill meirihluti ruslpósts komi frá slíkum netum. Þau eru einnig notuð til fjárkúgunar. Þess ber að geta að ef tölvur sem eru hluti af Botnetum eru á neti fyrirtækja eða stofnana er hætta á að fyrirtækin eða stofnanirnar lendi á bannlistum alþjóðlegra netkerfa í lengri eða skemmri tíma. Nýlegt íslenskt dæmi um slíkt er Háskóli Íslands. Baráttan við tölvuglæpamenn er flókin og erfið en það er mikilvægt að auka og efla almenna vitund á þeim hættum sem leynast á tölvunetum og hvernig best sé að verjast þeim. Líkt og í raunheimum munu tölvuglæpamenn sífellt finna sér nýjar lendur. Reikna má með því að farsímar verði næsta vígið sem tölvuglæpamenn leggja til atlögu við þar sem þeir eru í síauknum mæli notaðir til að vafra um Netið og skoða tölvupóst. Það eru mörg atriði sem þarf að hafa í huga til að koma í veg fyrir að verða fyrir barðinu á tölvuglæpamönnum en góð regla er að hugsa sig vandlega um áður en hlaðið er inn á tölvuna hugbúnaði eða smellt er á áhugaverða slóð frá „vini". Við notum tölvurnar okkar í námi, vinnu, fyrir heimilið og okkur til gamans og lítum á þær sem hvert annað heimilistæki eða vinnutæki. Það er hins vegar mikilvægt að hafa hugfast að fara gætilega til þess að tölvan opni ekki dyrnar fyrir óprúttna aðila að til dæmis bankareikningum okkar eða einkalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegir glæpahringir og hryðjuverkasamtök hafa verið iðnir við að tileinka sér og nýta nýjustu upplýsingatækni. Það getur haft bein áhrif á fyrirtæki og jafnvel einstaklinga um allan heim. Tölvuglæpir beinast ekki einungis að stórum fyrirtækjum og stofnunum. Oft er ráðist til atlögu þar sem fólk telur sig vera algjörlega óhult. Nærtækt dæmi eru samfélagsvefir á borð við Facebook sem njóta gífurlegra vinsælda. Með aukinni notkun slíkra vefja munu glæpamenn sækja í þá í auknum mæli enda eru einstaklingar oft berskjaldaðri á Netinu en í raunheimum. Samskipti á þessum vefjum byggjast á trausti. Notendur eru til dæmis líklegri til að opna óæskilega vefslóða frá „vini" en að hleypa ókunnugum inn á heimili sitt eða vinnustað. Fjölmörg dæmi eru um að í WEB 2.0 sem t.a.m. Facebook byggir á leynist svokallaðir trójuhestar, sem notendur hleypa óafvitandi inn í tölvur sínar. Þeir eru notaðir til að stela aðgangsupplýsingum, til dæmis að heimabönkum. Hugbúnaður sem dulkóðar gögn er notaður til fjárkúgunar og svo framvegis. Það er raunverulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir óprúttna aðila að nota Facebook sem vettvang fyrir tölvuglæpi og því ekki við öðru að búast en að tíðni slíkra glæpa muni fara vaxandi. Tölvupóstur er einnig gríðarlega mikið notaður sem vettvangur óprúttinna aðila til að komast yfir aðgangsorð einstaklinga og ýmsar upplýsingar sem geta verið viðkvæmar. Tölvuþrjótar eru líka stöðugt að færa út kvíarnar. Þótt hugbúnaður frá Microsoft hafi til þessa trónað efst á listanum yfir þann hugbúnað sem vinsælast er að hakka, bendir allt til þess að hugbúnaður frá Adobe, og þá ekki síst Adobe Reader og Flash, muni fljótlega verma efsta sætið. Svokölluð Botnet eru með þróuðustu tólum sem tölvuglæpamenn nota en það er heiti á neti tölva sem nýtt er til að fremja tölvuárásir yfirleitt án þess að eigendur tölvanna geri sér grein fyrir að verið sé að nýta þær í vafasömum tilgangi. Botnetin eru mikið notuð til að senda svokölluð SPAM en talið er að mikill meirihluti ruslpósts komi frá slíkum netum. Þau eru einnig notuð til fjárkúgunar. Þess ber að geta að ef tölvur sem eru hluti af Botnetum eru á neti fyrirtækja eða stofnana er hætta á að fyrirtækin eða stofnanirnar lendi á bannlistum alþjóðlegra netkerfa í lengri eða skemmri tíma. Nýlegt íslenskt dæmi um slíkt er Háskóli Íslands. Baráttan við tölvuglæpamenn er flókin og erfið en það er mikilvægt að auka og efla almenna vitund á þeim hættum sem leynast á tölvunetum og hvernig best sé að verjast þeim. Líkt og í raunheimum munu tölvuglæpamenn sífellt finna sér nýjar lendur. Reikna má með því að farsímar verði næsta vígið sem tölvuglæpamenn leggja til atlögu við þar sem þeir eru í síauknum mæli notaðir til að vafra um Netið og skoða tölvupóst. Það eru mörg atriði sem þarf að hafa í huga til að koma í veg fyrir að verða fyrir barðinu á tölvuglæpamönnum en góð regla er að hugsa sig vandlega um áður en hlaðið er inn á tölvuna hugbúnaði eða smellt er á áhugaverða slóð frá „vini". Við notum tölvurnar okkar í námi, vinnu, fyrir heimilið og okkur til gamans og lítum á þær sem hvert annað heimilistæki eða vinnutæki. Það er hins vegar mikilvægt að hafa hugfast að fara gætilega til þess að tölvan opni ekki dyrnar fyrir óprúttna aðila að til dæmis bankareikningum okkar eða einkalífi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun