Umfjöllun: Lukkan með þeim dönsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:30 Alexander Petersson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku. Íslenski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira