Fíkniefnahundar í skólum 18. mars 2010 06:00 Árni Einarsson skrifar um forvarnir. Talsverð umræða hefur orðið um þá ákvörðun Tækniskólans að láta sérþjálfaða fíkniefnaleitarhunda fara um húsnæði skólans. Þessi aðgerð Tækniskólans er síður en svo einsdæmi. Margir framhaldsskólar hafa á undanförnum árum kallað reglulega til fíkniefnaleitarhunda og látið þá fara um skólahúsnæði og/eða vistarverur nemenda. Framhaldsskólum ber samkvæmt lögum að hvetja nemendur til heilbrigðs lífernis og heilsuræktar. Sérhver framhaldsskóli skal setja sér stefnu um forvarnir og gera grein fyrir henni. Það gera skólarnir með ýmsum hætti, s.s. á fundum með foreldrum og á heimasíðum sínum. Margir skólanna eru með heimsóknir fíkniefnaleitarhunda á forvarnadagskrá sinni og þær ættu því ekki að koma starfsfólki, foreldrum og nemendum í opna skjöldu. Að sjálfsögðu er tímasetning slíkra heimsókna ekki auglýst fyrirfram. Þá væri aðgerðin til lítils. Ekki verður annað séð en að foreldrar og nemendur séu almennt sáttir við heimsóknir fíkniefnaleitarhundanna og skilji tilganginn með þeim. Seljendur og dreifendur fíkniefna eru ágengir og ekki vandir að meðulum. Ungt fólk er helsti markhópur þeirra. Það er því eðlilegt og mikilvægt að framhaldsskólarnir geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að sporna við neyslu og sölu fíkniefna innan veggja þeirra. Með heimsóknum fíkniefnaleitarhunda senda skólarnir skýr skilaboð um að fíkniefni eigi ekki heima innan veggja þeirra. Með því eru skólarnir að rækja það hlutverk sitt að vernda nemendur sína og standa vörð um hag þeirra og velferð. Ég hef um árabil verið í samstarfi við forvarnafulltrúa framhaldsskólanna og það er ljóst að skólarnir leggja sig almennt fram um að gera vel í forvarnastarfi sínu. Það má áreiðanlega endalaust deila um bæði stefnu og framkvæmd framhaldsskólanna í forvörnum, þar á meðal heimsóknir fíkniefnaleitarhunda. Skólarnir þurfa vissulega aðhald og leikreglur í því starfi, en líka hvatningu, stuðning og skilning á því sem þeir eru að gera. Það er stjórnvalda, foreldra og fjölmiðla að veita þann stuðning. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Einarsson skrifar um forvarnir. Talsverð umræða hefur orðið um þá ákvörðun Tækniskólans að láta sérþjálfaða fíkniefnaleitarhunda fara um húsnæði skólans. Þessi aðgerð Tækniskólans er síður en svo einsdæmi. Margir framhaldsskólar hafa á undanförnum árum kallað reglulega til fíkniefnaleitarhunda og látið þá fara um skólahúsnæði og/eða vistarverur nemenda. Framhaldsskólum ber samkvæmt lögum að hvetja nemendur til heilbrigðs lífernis og heilsuræktar. Sérhver framhaldsskóli skal setja sér stefnu um forvarnir og gera grein fyrir henni. Það gera skólarnir með ýmsum hætti, s.s. á fundum með foreldrum og á heimasíðum sínum. Margir skólanna eru með heimsóknir fíkniefnaleitarhunda á forvarnadagskrá sinni og þær ættu því ekki að koma starfsfólki, foreldrum og nemendum í opna skjöldu. Að sjálfsögðu er tímasetning slíkra heimsókna ekki auglýst fyrirfram. Þá væri aðgerðin til lítils. Ekki verður annað séð en að foreldrar og nemendur séu almennt sáttir við heimsóknir fíkniefnaleitarhundanna og skilji tilganginn með þeim. Seljendur og dreifendur fíkniefna eru ágengir og ekki vandir að meðulum. Ungt fólk er helsti markhópur þeirra. Það er því eðlilegt og mikilvægt að framhaldsskólarnir geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að sporna við neyslu og sölu fíkniefna innan veggja þeirra. Með heimsóknum fíkniefnaleitarhunda senda skólarnir skýr skilaboð um að fíkniefni eigi ekki heima innan veggja þeirra. Með því eru skólarnir að rækja það hlutverk sitt að vernda nemendur sína og standa vörð um hag þeirra og velferð. Ég hef um árabil verið í samstarfi við forvarnafulltrúa framhaldsskólanna og það er ljóst að skólarnir leggja sig almennt fram um að gera vel í forvarnastarfi sínu. Það má áreiðanlega endalaust deila um bæði stefnu og framkvæmd framhaldsskólanna í forvörnum, þar á meðal heimsóknir fíkniefnaleitarhunda. Skólarnir þurfa vissulega aðhald og leikreglur í því starfi, en líka hvatningu, stuðning og skilning á því sem þeir eru að gera. Það er stjórnvalda, foreldra og fjölmiðla að veita þann stuðning. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun