Erlent

Jihad Jane lýsti yfir sakleysi sínu

Jihad Jane.
Jihad Jane.

Colleen Rose lýsti yfir sakleysi sínu í dag fyrir dómstólum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum en hún hefur verið ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverk.

Colleen er kölluð Jihad Jane í fjölmiðlum vestra en það er það sem hún kallaði sig á vefnum. Hún er grunuð um að hafa ætlað að myrða sænskan skopmyndateiknara sem teiknaði Múhameð og virðist hafa móðgað harðlínumenn í leiðinni.

Colleen komst í kynni við hryðjuverkamenn í gegnum netið. Meðal annars mátti finna myndband með henni þar sem hún sagðist gera hvað sem er til þess að lina þjáningar múslimskra þjáningabræðra sinna.

Málið hefur vakið heimsathygli, þá ekki síst vegna þess að Colleen virtist ekki vera neitt sérstaklega trúuð. Hún er 46 ára gömul bandarísk húsmóðir sem skyndilega gaf kost á sér sem stríðsmaður íslamista. Áður reyndi hún að svipta sig lífi eftir að faðir hennar lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×