Handbolti

Aron: Öllum vel tekið í hópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/AP
Aron Pálmarsson er nú að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti í handbolta en keppni á EM í Austurríki hefst í dag. Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik í kvöld.

„Eftir því sem nær dregur að leiknum verður maður sífellt spenntari," sagði Aron við Vísi. „En það er gott að vera loksins kominn á Austurríki og að þetta skuli strax vera að byrja."

Og hann segir stemninguna í leikmannahópnum vera mjög góða.

„Það er mjög gott að vera í kringum þennan hóp og það ríkir mjög góður mórall í honum enda öllum vel tekið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×