Segir ekki hægt að ýta á ON-hnapp fyrir Þingeyinga 13. desember 2010 18:20 Búist er við að Landsvirkjun ákveði síðar í vikunni að hefja rannsóknarboranir í Þingeyjarsýslum á ný eftir meira en tveggja ára hlé. Iðnaðarráðherra reyndi á Alþingi í dag að draga úr væntingum Þingeyinga um skjóta atvinnuuppbyggingu í héraðinu. Til að mæta raforkuþörf álvers við Húsavík hefur Landsvirkjun undirbúið nýjar jarðvarmavirkjanir á þremur svæðum, í Kröflu, Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Rannsóknarborunum til undirbúnings þessum virkjunum var hins vegar hætt eftir að þáverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrirskipaði svokallað sameiginlegt umhverfismat sumarið 2008. Nú þegar niðurstöður þessa sameiginlega mats liggja fyrir hafa skapast forsendur til að hefja boranir að nýju og samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verða tillögur um næstu borverkefni lagðar fyrir stjórn Landsvirkjunar síðar í vikunni. Einna brýnast þykir að bora meira á Þeistareykjum til afla frekari upplýsinga um hversu stóra virkjun það svæði geti borið og má telja líklegt að ákveðið verði að hefja boranir þar næsta vor. Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag þegar iðnaðarráðherra sagði í svari við fyrirspurn flokksbróður síns úr Samfylkingunni, Sigmundar Ernis Rúnarssonar, að nýtanleg orka í jörð í Þingeyjarsýslum væri talin vera á bilinu 440 til 590 megavött. Sigmundur Ernir sagði Þingeyinga eiga það skilið að þessi orka í iðrum jarðar á svæðinu færi að vinna fyrir þá. Atvinnuleysi hafi verið á svæðinu í þeim skilningi að þaðan hafi fólk flutt brott. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sló hins vegar á væntingar um skjóta atvinnuuppbyggingu og vísaði til stefnu Landsvirkjunar um sjálfbæra nýtingu. Það þýddi hægari uppbyggingu, sem væri þá í takti við getu náttúrunnar hverju sinni. "Og menn vilja fara varlega í að gefa væntingar um að það sé hægt að kveikja á einhverjum mörghundruð megavöttum af einhverju afli bara með því að ýta á einn ON-hnapp, vegna þess að það er ekki þannig þegar jarðhitinn á í hlut," sagði Katrín. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
Búist er við að Landsvirkjun ákveði síðar í vikunni að hefja rannsóknarboranir í Þingeyjarsýslum á ný eftir meira en tveggja ára hlé. Iðnaðarráðherra reyndi á Alþingi í dag að draga úr væntingum Þingeyinga um skjóta atvinnuuppbyggingu í héraðinu. Til að mæta raforkuþörf álvers við Húsavík hefur Landsvirkjun undirbúið nýjar jarðvarmavirkjanir á þremur svæðum, í Kröflu, Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Rannsóknarborunum til undirbúnings þessum virkjunum var hins vegar hætt eftir að þáverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrirskipaði svokallað sameiginlegt umhverfismat sumarið 2008. Nú þegar niðurstöður þessa sameiginlega mats liggja fyrir hafa skapast forsendur til að hefja boranir að nýju og samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verða tillögur um næstu borverkefni lagðar fyrir stjórn Landsvirkjunar síðar í vikunni. Einna brýnast þykir að bora meira á Þeistareykjum til afla frekari upplýsinga um hversu stóra virkjun það svæði geti borið og má telja líklegt að ákveðið verði að hefja boranir þar næsta vor. Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag þegar iðnaðarráðherra sagði í svari við fyrirspurn flokksbróður síns úr Samfylkingunni, Sigmundar Ernis Rúnarssonar, að nýtanleg orka í jörð í Þingeyjarsýslum væri talin vera á bilinu 440 til 590 megavött. Sigmundur Ernir sagði Þingeyinga eiga það skilið að þessi orka í iðrum jarðar á svæðinu færi að vinna fyrir þá. Atvinnuleysi hafi verið á svæðinu í þeim skilningi að þaðan hafi fólk flutt brott. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sló hins vegar á væntingar um skjóta atvinnuuppbyggingu og vísaði til stefnu Landsvirkjunar um sjálfbæra nýtingu. Það þýddi hægari uppbyggingu, sem væri þá í takti við getu náttúrunnar hverju sinni. "Og menn vilja fara varlega í að gefa væntingar um að það sé hægt að kveikja á einhverjum mörghundruð megavöttum af einhverju afli bara með því að ýta á einn ON-hnapp, vegna þess að það er ekki þannig þegar jarðhitinn á í hlut," sagði Katrín.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira