Innlent

Gekk yfir á rauðu ljósi og varð fyrir bíl

Frá vettvangi slyssins í gær
Frá vettvangi slyssins í gær
Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar undir kvöld í gær en samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist sem viðkomandi hafi gengið á rauðu ljósi í veg fyrir bifreið sem ekið var á grænu ljósi á beygju akrein af Miklubraut inn á Kringlumýrarbraut. Að sögn sjónarvotta dróst vegfarandinn nokkra leið með bílnum.

Umferðarstofa vill brýna það fyrir öllum vegfarendum að virða umferðarljós en stundum virðist sem gangandi vegfarendur telji sig undanskilda þeirri reglu og stofna sér og öðrum í stórhættu. Vegfarandinn reyndist ekki jafn illa slasaður og talið var í fyrstu en miklar tafir urðu á umferð vegna þessa.


Tengdar fréttir

Hlúð að vegfaranda sem ekið var á

Lögreglan er enn að störfum á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar en þar var ekið á gangandi vegfaranda um klukkan hálf átta í kvöld.

Ekið á gangandi vegfaranda

Umferðarslys varð fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Ekið var á gangandi vegafaranda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×