Samkomulag í höfn og undirritað á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2010 19:38 Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. Tíundi dagur í fundalotu stjórnvalda með stjórnendum viðskiptabankanna og lífeyrissjóðanna fór fram í dag. Bankastjórarnir komu í forsætisráðuneytið klukkan tvö og vildu lítið tjá sig við fjölmiðla að fundi loknum. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka lögðu hins vegar bæði áherslu á það að loknum fundi með ráðherrunum, að allir þeir aðilar sem komið hefðu að viðræðunum og þar með lífeyrissjóðirnir yrðu aðilar að samkomulaginu. Það hefur legið fyrir að erfiðast yrði að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina en fulltrúar þeirra komu í forsætisráðuneytið klukkan þrjú og funduðu þar með ráðherrum til um klukkan fimm. En þá var ljóst að samkomulag væri svo gott sem í höfn. Og þegar Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka lífeyrissjóða kom af fundinum var ljóst að dregið hafði til tíðinda. „Það stefnir í að við séum að ná efnislegri niðurstöðu, en nákvæm niðurstaða liggur ekki fyrir þar sem ríkisstjórnin á eftir að funda með fleiri aðilum," sagði Arnar upp úr klukkan fimm. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ganga þurfi frá endum við bankana og hún reikni með að ríkisstjórnin geti afgreitt samkomulagið á fundi sínum í fyrramálið. „Það eru nokkur atriði , örfá, óleyst með bönkunum en ég held að við klárum þau á næstu klukkutímum," sagði Jóhanna. Þegar hún var spurð hvað þessar aðgerðir þýddu fyrir fólkið í landinu sagði hún að það væri að nást samkomulag sem muni skipta miklu fyrir fólk í miklum skuldavanda. „Við höfum verið að beina sjónum okkar að því fólki sem er í miklum skuldavanda og með yfirskuldsettar eignir," sagði forsætisráðherra. Að auki muni ríkisstjórnin kynna almennar aðgerðir sem muni ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þessar víðtækari aðgerðir sem við förum í, fyrir utan að taka á yfirskuldsettum heimilum og þeim sem eru í miklum vanda, muni ná til fólks með meðaltekjur og þar yfir," sagði Jóhanna. Aðgerðirnar muni kosta ríkissjóð töluverðar upphæðir meðal annars vegna Íbúðalánasjóðs, breytinga á vaxtabótum og fleira. Aðgerðirnar muni þó hvorki raska fjárlögum verulega né áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherra segist hafa búist við því að skrifað yrði undir samkomulagið í dag, en um tíma hefði litið út fyrir að slitnað væri upp úr viðræðum við lífeyrissjóðina. En á lokasprettinum hafi menn náð saman. Að öllu óbreyttu verður skrifað undir samkomulagið að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. Tíundi dagur í fundalotu stjórnvalda með stjórnendum viðskiptabankanna og lífeyrissjóðanna fór fram í dag. Bankastjórarnir komu í forsætisráðuneytið klukkan tvö og vildu lítið tjá sig við fjölmiðla að fundi loknum. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka lögðu hins vegar bæði áherslu á það að loknum fundi með ráðherrunum, að allir þeir aðilar sem komið hefðu að viðræðunum og þar með lífeyrissjóðirnir yrðu aðilar að samkomulaginu. Það hefur legið fyrir að erfiðast yrði að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina en fulltrúar þeirra komu í forsætisráðuneytið klukkan þrjú og funduðu þar með ráðherrum til um klukkan fimm. En þá var ljóst að samkomulag væri svo gott sem í höfn. Og þegar Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka lífeyrissjóða kom af fundinum var ljóst að dregið hafði til tíðinda. „Það stefnir í að við séum að ná efnislegri niðurstöðu, en nákvæm niðurstaða liggur ekki fyrir þar sem ríkisstjórnin á eftir að funda með fleiri aðilum," sagði Arnar upp úr klukkan fimm. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ganga þurfi frá endum við bankana og hún reikni með að ríkisstjórnin geti afgreitt samkomulagið á fundi sínum í fyrramálið. „Það eru nokkur atriði , örfá, óleyst með bönkunum en ég held að við klárum þau á næstu klukkutímum," sagði Jóhanna. Þegar hún var spurð hvað þessar aðgerðir þýddu fyrir fólkið í landinu sagði hún að það væri að nást samkomulag sem muni skipta miklu fyrir fólk í miklum skuldavanda. „Við höfum verið að beina sjónum okkar að því fólki sem er í miklum skuldavanda og með yfirskuldsettar eignir," sagði forsætisráðherra. Að auki muni ríkisstjórnin kynna almennar aðgerðir sem muni ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þessar víðtækari aðgerðir sem við förum í, fyrir utan að taka á yfirskuldsettum heimilum og þeim sem eru í miklum vanda, muni ná til fólks með meðaltekjur og þar yfir," sagði Jóhanna. Aðgerðirnar muni kosta ríkissjóð töluverðar upphæðir meðal annars vegna Íbúðalánasjóðs, breytinga á vaxtabótum og fleira. Aðgerðirnar muni þó hvorki raska fjárlögum verulega né áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherra segist hafa búist við því að skrifað yrði undir samkomulagið í dag, en um tíma hefði litið út fyrir að slitnað væri upp úr viðræðum við lífeyrissjóðina. En á lokasprettinum hafi menn náð saman. Að öllu óbreyttu verður skrifað undir samkomulagið að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira